Leita í fréttum mbl.is

Bolir á útsölu

Ég var beđinn fyrir hönd ákveđinnar hönnunarstofu hér í bć ađ falbjóđa tvo boli á niđursettu verđi. Mér finnast ţessir bolir frekar ljótir (litlausir, minna á gráan hversdagsleika kommúnistaríkjanna sálugu) og hvet engan til ađ kaupa ţá, en ég kann ekki viđ ađ vera dónalegur viđ vin minn sem bađ mig ađ gera sér ţennan greiđa.

 Icesave heimsendir 1

Icesave heimsendir 2

Ţennan texta bađ hann mig ađ láta fylgja međ:

Afsláttarverđiđ er ekkert minna en ćđislegt, ţú sparar 378% frá listaverđi og ţarft ađeins ađ reiđa fram 29,990 krónur fyrir stykkiđ, stađgreitt. Inn í ţessu einstaka afsláttarverđi er 30% virđisaukaskattur, en hann er hafđur svona hóflegur vegna hinnar GLĆSILEGU niđurstöđu íslensku samninganefndarinnar í Icesave málinu. Sérstakur afsláttur er veittur ef báđir bolirnir eru keyptir, eđa 456% af listaverđi. Samtals kosta bolirnir tveir, pakkađir í plast, ađeins 75,990 krónur.

Bolirnir fást í öllum stćrđum, hvítir međ svötru letri. 0,001 prósent af sendingarkostnađinum rennur óskipt til Stjórnmálamannahjálpar Sameinuđu ţjóđanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bíddu! Sleppum viđ ţá viđ ađ borga 2milljónirnar á kjaft? 

Ragnhildur Kolka, 25.1.2010 kl. 19:40

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Aldeilis ekki, og ţađ eru ánćgjulegar fréttir. Nýjustu útreikningar sýna ađ talan er ekki tvćr hallćrislegar milljónir á mann, heldur stórkostlega rennilegar ţrjár milljónir á mann! Ţađ er miklu skemmtilegri tala og víst er ađ margir munu taka slíka smámuni á sig međ bros á vör.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.2.2010 kl. 04:16

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

3 millur - má ekki minna vera, enda glćsileg niđurstađa á heimsmćlikvarđa.

Náđarsamlegast sendu mér sett af svona bolum á eftirfarandi heimilisfang:

Ruppur Rođfletti

Handleggsbraut 12

666 Mannleysuströnd

Ingvar Valgeirsson, 2.2.2010 kl. 21:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband