Færsluflokkur: Dægurmál
15.5.2007 | 22:47
Ódýrasti pappírinn er í Bónus
Það er ánægjulegt að sjá að Jóhannes gerir sitt besta til að vera ódýrastur. Lengi hefur hann selt ódýrustu dagvöruna en nú er hann búinn að færa út kvíarnar og er orðinn ódýrasti pappírinn líka.
Því miður virðist herför hans gegn Birni hafa mistekist, því 80% sjálfstæðis manna kaus að virða ákall hans að vettugi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2007 | 09:07
Munurinn á kynjunum
Hafi einhver haldið að í Miðausturlöndum sé litið niður til kvenna ætti hann að horfa á þessa mynd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2007 | 08:31
Motturnar á baðinu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 11:19
Upplausn.is
Reynsla Íslendinga af þriggja flokka stjórnum er slæm, svo að ekki sé meira sagt. Engin þriggja flokka stjórn, sem mynduð hefur verið frá stofnun lýðveldis, hefur setið útkjörtímabilið. Nýsköpunarstjórnin féll. Stefanía féll. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar féll. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Ný vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens féll. Á kjörtímabilinu 1987-1991 sátu þrjár þriggja og fjögurra flokka ríkisstjórnir.
Leiðari Morgunblaðsins í dag
Ég vona að kjósendur hugsi sig tvisvar um áður en x-ið er merkt á kjörseðilinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 09:55
Viðeigandi slóðir
Ég prófaði um daginn að slá inn svifryk.is og lenti þá á heimasíðu íbúasamtaka Miklubrautar. Það er ótrúlegt hvað kemur upp:
sjálfsblekking.is: Júróvisjónsíða Rúv
kjarklaus.is: Hótel Saga bókunarsíða
launaleynd.is: Bloggsíða Bjarna Ármannssonar
kristinn_hrafnsson.is: Fréttasíða Samfylkingarinnar
simastaur.is: Blogg Lúðvíks Geirssonar
skattahækkanir.is: Samfylkingin
tunglið_er_úr_osti.is: Vinstri Grænir
álflugvél.is: Íslandshreyfingin
kynþáttahatur.is: Frjálslyndi flokkurinn
elliær.is: Blogg Jóns Baldvins Hannibalssonar
blabla.is: Blogg Össurs Skarphéðinssonar
flýtimeðferð.is: Heimasíða Jónínu Bjartmarz
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2007 | 13:36
Naglinn á höfuðið
"Ekki rugla mig með staðreyndum, ég hef myndað mér skoðun."
Þessa bráðfyndnu setningu fann ég á ágætri bloggsíðu Arndísar hér á Moggansbloggi, en hún er víst ættuð af Barnalandinu. Ég tek undir þetta með orðum Hómers Simpson sem sagði: "It's funny because it's true."
Þetta spakmæli á við um stjórnmálin sem og trúmálin. Skilin milli stjórnmálaflokka og trúarbragða eru næfurþunn og sums staðar illsjáanleg. Um trúna þarf ekki að fjölyrða; hún krefst þess að þú trúir og spyrjir engra spurninga. Ég ætla nú ekki að skrifa langa ritgerð um stjórnmálin, en segi þó að þótt það blasi við að skoðanir (t.d. VG) sem og gjörðir (t.d. Samf. í Borgarstjórn) sumra stjórnmálaflokka muni setja allt á annan endann í þjóðfélaginu komist þeir til valda, er samt talsverður hópur kjósenda tilbúinn að greiða þeim atkvæði sitt. Stórfurðulegt!
Það minnir mig á setningu sem ég las í morgun: "Fullorðið fólk sem á sér ímyndaða vini er ekki með öllum mjalla."
Þetta á við um trúmálin því hvað er Jesús annað en ímyndaður vinur? Hobbes er ímyndaður vinur Calvins, Jesús er ímyndaður vinur Karls Sigurbjörnssonar, svo dæmi sé tekið. Calvin hefur það sér til málsbóta að vera barn og teiknimyndafígúra. Karl Sigurbjörnsson á sér engar málsbætur. Hann er fullorðinn og þótt hann sé fígúra er hann ekki teiknaður.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 08:39
Hræsni
Vinstristjórnin í Bretlandi lagði skatt á flugferðir undir því yfirskini að minnka mengun, þótt þeirra flugfélög úði einungis brotabroti af því ósóni sem verður til við flugferðir. Þeir ættu að líta sér aðeins nær og loka þessum kolaorkuverum og reyna etv. að semja við Íslendinga um raforku um streng frá fallvatns- og gufuvirkjunum (ef það verður þá nokkurn tíma hagkvæmt).
Vinur verður óvinur
Einu sinni var ósónlagið í útrýmingarhættu og allt gert til að vernda það, úðabrúsar og ísskápar með freoni bannaðir, því það brýtur víst ósónsameindirnar niður. Nú er ósónið orðið að óvini, það er nl. gróðurhúsagas sem samkvæmt kenningunni heldur hitanum á jörðunni. Áður en langt um líður mun Evrópusambandið án efa setja á stofn freonúðunarmiðstöðvar sem úða freoni út í loftið. Fullkominn viðsnúningur á aðeins 20 árum! Hlægileg vitleysa.
Bresk orkuver á meðal þeirra sem menga mest í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 07:47
Besta starf í heimi?
Allir vita hvað aðstoðarmaður við framleiðslu á skyri gerir, hann býr til skyr. En hvað gerir aðstoðarmaður við gerð fullorðinskvikmynda?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 21:04
Var persónulegri
Ég kíkti í gamni á gamla bloggið mitt (það koma sjö á dag þangað enn!) sem bilaði 17. janúar 2007. Ekki þurfti ég að skoða lengi til að átta mig á að ég var miklu persónulegri á því bloggi en á Moggablogginu. Ég hef sagt það áður að það er meira eins og að skrifa grein í Moggann að blogga á bloggi Mogga en í iblogginu. Mig langar að breyta þessu vegna þess að það er meira gaman og meira gefandi að vera persónulegur. Ég þarf að hætta að hugsa um Moggann sem slíkan og hugsa frekar um þetta sem afkima, sem þetta vissulega er, þótt gervallur netheimur eigi þess kost að líta við.
Við feðgarnir sitjum fyrir framan tölvuna og erum að hlusta á þá sænsku snilld sem Antiloop kallast. Hann er gefinn fyrir tónlist litli gaurinn og hefur það ósjaldan komið sér vel, vegna þess að þegar hann er óvær, grætur mikið, er nóg að spila fallega tónlist. Taktföst lög með háum píphljóðum eru hans eftirlæti. Við höfum til dæmis hlustað mikið á Moon Safari með Air. Sú plata er klassísk og á eftir að lifa lengi. Abba var fyrsta hljómsveitin sem Litli litli dáði, einkum Dancing Queen. Hann steinþagnar ef Dansdrottningin fer af stað. Ég veit ekki hvort sérfræðingar í ungbörnum vita af þessari aðferð, eða mæla með henni. En eitt get ég fullyrt: Hún virkar. Mig langar næstum því til að stofna vefinn ungbarnaland.is með ráðum handa foreldrum með kornabörn. Þau geta nefnilega verið ansi lýjandi fyrir ráðvillta nýbakaða foreldra.
Í lokin langar mig að minna á Spurningu dagsins hér til hægri og myndi gjarnan vilja heyra frá lesendum hvort þeir geti bent mér á ástæðu(r) til að kjósa Samfylkinguna. Þrátt fyrir mikla leit, fann ég nefnilega enga.
Dægurmál | Breytt 9.5.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2007 | 23:07
Hvað var sagað?
Ekki vissi ég að veikindi forsetans væru alvarleg, en ef það er eitthvað að marka þessa fyrirsögn Moggans frá því um daginn eru þau mjög alvarleg. Svo alvarleg að það þurfti hreinlega að aflima hann! Þar sem ég hef ekki séð forseta Íslands eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu, veit ég ekki hvað nákvæmlega var sagað af. Einhverjir kynnu að álykta að höfuðið hefði verið sjúki líkamshlutinn sem þurfti að fjarlægja (og þeir hafa talsvert til síns máls), en vegna vondra hliðarverkana er ólíklegt að gripið hafi verið til þeirrar lækningar. Eftir stendur spurningin: Hvað þurfti að saga af forseta vorum? Mér finnst fjölmiðlarnir ekki alveg vera að standa sig í þessu máli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 114499
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.