Færsluflokkur: Dægurmál
16.7.2008 | 04:58
176 dagar fyrir hið opinbera
Ef þú hélst að húsið sem verið er að byggja á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir áhugafólk um klassíska tónlist sé greitt af einhverjum öðrum en þér skaltu hugsa þig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Peningarnir koma ekki síður úr þínum vasa en annarra. Fyrir þessa peninga hefðir þú etv. getað keypt þér fullkomnustu hljómflutningstæki sem völ er á og gert stofuna þína að tónlistarhúsi þar sem hver pönk tónninn fær að njóta sín til fulls. Eða, þú hefðir getað varið fénu í annað, til dæmis sérhannaða boli frá Egozentric Designs®© París, London, Malmö, Osló.
176 dagar fyrir ríkið. Verð 4000 kr. Stærðir 1-100. Vinur: Andríki.
Egozentric Designs®© harmar að fénu skuli varið í annað en Egozentric. En Egozentric Designs, París, London, Mílanó, New York, vill krækja í nokkrar krónur út á andúðina sem sannarlega er til staðar á tónlistarhúsinu og raunar allri þeirri stjórnlausu þenslu á ríkisútgjöldum sem nú á sér stað. Egozentric Designs®© vill að ríkið kaupi eina milljón boli og gefi áhugafólki um þá í sérstaka áhugamálsgjöf. Alveg eins og ríkið er að gefa áhugafólki um klassíska tónlist sérstaka áhugamálsgjöf. Tryggir stjórnarskrá lýðveldisins ekki jafnrétti? Hví skyldu bolaáhugamenn ekki njóta sömu réttinda og áhugamenn um klassíska tónlist? Hér er á ferðinni klassískt dæmi um mismunun sem hvergi á heima nema í réttarsal stríðsglæpadómstólsins í Hollandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 18:04
Kjósið Ástþór
Aðalhönnuður Egozentric Designs®© var að láta taka til í vöruskemmu fyrirtækisins á Malibu-ströndinni nýlega og þá rákust starfsmenn á heilan gám af bolum fyrir einn af bestu viðskiptavinum fyrirtækisins. Ákveðið var að setja bolina strax á útsölu á mjög góðu verði í tilefni af því að núverandi forseti ætlar að vera í embættinu til ársins 2113.
Kjósið Ástþór. Stærðir 1-100. Verð 5 kr.
Embættistaka forseta verður 1. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 16.7.2008 kl. 05:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 05:56
Kjósið Ómar
Hrikalegt er fyrir aðalhönnuðinn að horfa upp á vin sinn engjast um í snöru vestrænna viðhorfa sem taka ekkert tillit til aðstæðna heimafyrir. Skilningsleysi á innlendum aðstæðum er rétt að kalla þessar ofsóknir, rétt eins og ráðamenn Íslands segja þegar útlendingar hvá yfir háu vínverði, ríkisstyrkjum til landbúnaðar, verðtryggingu og háum söluskatti. Egozentric Designs®© London, París, Róm, Amsterdam, stendur við bakið á sínum. Styrkið Ómar, styrkið Egozentric og kjósið að kaupa Egozentric bol. Darfúr er paradís á jörðu. Þjóðernishreinsanir eru ekki þjóðernishreinsanir, heldur almenn hreingerning þar sem þjóðernið er hreinsað burt, enda er það bara skítur sem festist undir skónum. Súdan hefur ekki kallað allt ömmu sína hingað til og það hefur Ómar ekki gert heldur. Munið: Milljónasta hver króna af seldum bol er lögð inn á einkareikning viðkomandi vinar í Sviss til baráttunnar fyrir betri heimi.
Vote for Omar al-Bashir. Verð 4000 kr. Stærðir 1-100. Land vinar: Súdan. Vinur: Ómar frændi.
Ákærur birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.7.2008 kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 07:11
Eikaborgarar
Viðskiptavinur nokkur kom að máli við Egozentric Designs®© París, London, Róm, New York og bað um bol sem ýtir undir viðskiptin og hjálpar starfsfólkinu að líta vel út. Af stakri snilld var þessi bolur hannaður.
Eikaborgarar. Verð 4000 kr. Stærðir: 1-100. Viðskiptavinir. Eiki og Villi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2008 | 17:33
Klístruð speki
Enn ein spekin sem vert er að selja komandi kynslóðum til fróðleiks og lyftistangar. Svo sannarlega nógu klístraðslega djúp til að vera velt upp úr fiðri og látin fljúga.
Ég held að samkeppni sé dýr og almennt til leiðinda. Verð 4000 kr. Stærðir: 1-100. Land vinar: Ísland. Nafn vinar:Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Dægurmál | Breytt 15.7.2008 kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 06:09
C ný
Vegna fjölda áskorana hefur Egozentric Designs® ákveðið að setja aftur á útsölu Hannesar Smárasonar bolinn. Verðið er sem fyrr einstaklega gott, eða 5 krónur fyrir utan sendingarkostnað. Með sendingarkostnaði kostar bolurinn 4000 krónur. Með tímanum hefur komið æ betur í ljós hvílíkt c ný er hér á ferð.
C ný. 5 kr. Stærðir: 1-100. Vinur: Svavar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2008 | 18:33
Ístruflanir
Egozentric designs® París, Kaupmannahöfn, Sönderborg, New York, Róm flettir ofan af nýjustu hönnun sinni með stolti. Aðalhönnuðurinn er listrænt meðvitaður með miklum afbrigðum og hendir umsvifalaust í ruslið hönnun sem ekki virkar á fleiri en einu sviði. Í þessu tilfelli felur hönnunin í sér skilaboð auk þess að vera listrænt afrek. Bolurinn var hannaður að beiðni viðskiptavinar í Danmörku og verður aðeins framleiddur í einu eintaki, nema annars sé óskað.
Afsakið ístruflanir. Verð 4000 kr. Stærðir: 1-100. Land vinar: Ísland. Vinur: Villi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.7.2008 | 15:15
Tónleikar falla niður vegna veðurs
Fyrirhugðum tónleikum Bjork.com falla niður vegna kulda. Miðarnir verða ekki endurgreiddir heldur verður féð gefið í umhverfis- og ferðasjóð Al Gore. Aðstandendur biðjast velvirðingar og vona að það verði ekki hret næst þegar haldnir verða baráttutónleikar gegn alheimshlýnun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 20:53
Jónas vinur minn
Einu sinni var ég að mála hillurnar mínar í bílskúrnum heima. Þetta var þegar ég bjó enn í foreldrahúsum. Það var föstudagskvöld. Ég hafði raðað hillunum á planka á búkkum og var með opinn bílskúrinn til að lofta út. Birtist ekki Jónas vinur minn í gættinni. Hann var flottur í tauinu, í gæjalegri skyrtu og með bindi. Hann var kátur á leiðinni út á lífið og spurði mig hvort ég ætlaði að hanga heima í kvöld. Ég sagðist ekki geta farið út því ég væri að mála hillurnar og þær væru að stríða mér því sumstaðar væru fitublettir eða eitthvað svoleiðis sem ryddi málningunni frá. Jónas skoðaði framkvæmdirnar og hallaði sér svo yfir eina hilluna til að gaumgæfa eitthvað. Hann uggði ekki að sér því um leið lagði hann bindið sitt, nánast alveg upp að hnút, í blauta málninguna. Mér þótti þetta afar fyndið og Jónasi líka þótt hann væri sá óheppni. Þetta atvik var svolítið lýsandi fyrir Jónas á þeim árum. Hann var ó-h-e-p-p-i-n-n. Jónas er ekki lengur óheppinn, heldur heppinn. Stoltur faðir þriggja barna, landeigandi og forstjóri garðyrkjufyrirtækis.
Nokkrum árum áður, man ekki hve mörgum, fórum við Jónas og fleiri krakkar í Hafnarbíó að sjá Sjapplín mynd. Bíóið var fullt af glöðum Sjapplínaðdáendum. Þegar myndinni lauk ætlaði Jónas ekki að lenda í troðningi við útganginn og flýtti sér út. En Jónas var búinn að gleyma að það voru tvær Sjapplínmyndir á dagskránni. Hurðin skelltist í lás á eftir honum. Ég man ekki hvort Jónas komst inn aftur. Það hlýtur eiginlega að vera, en það hefur þá verið að framan.
Við Jónas vorum einusinni sem oftar að vasast eitthvað og ákváðum að fá okkur ristað brauð með osti. Þetta var heima hjá mér á Mánabrautinni. Brauðið var ristað, ostur skorinn, smjöri klínt á, borið fram. Jónas, fyrir einhverja rælni og heppni, lyftir ostinum á sinni sneið. Undir ostinum var hálf brennd eldspýta. Hvernig eldspýtan komst undir ostinn hans er ráðgáta. Hún hlýtur að hafa verið á borðinu þegar ég skar ostinn. Þarna var Jónas bæði óheppinn og heppinn, óheppinn að lenda á sneiðinni með eldspýtunni og heppinn að hafa lyft ostinum upp.
Einu sinni átti Jónas gula Toyotu, Carina minnir mig. Hann fór í bíltúr á Toyotunni ásamt nokkrum vinum sínum í Nauthólsvíkina. Þetta var áður en ylströndin var gerð. Þá var hægt að aka niður í fjörunna. Það gerði Jónas og skemmti sér og félögum við akstur í sandinum. Nægt var plássið því þetta var á fjöru. En sandurinn var laus í sér og Toyotan festist. Sama hvað þeir reyndu, ekki náðist að losa Toyotuna. Svo fór að flæða að... Vatnið hækkaði ískyggilega mikið og brátt fór að flæða inn í bílinn. Ég man ekki hvernig þeir náðu að losa bílinn, minnir að einhver vegfarandi á bíl hafi kippt í þá með spotta, en hann losnaði loksins og Jónas slapp með skrekkinn. Það hafði aðeins flætt inn á gólfið, vélin og rafkerfið slapp. Þetta var annars skruggu bíll, kraftmikill og tveggja dyra, gæjaleg græja.
Drög að ævisögu, kafli 1.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.