7.10.2008 | 10:00
Lifir Evrópusambandið af?
Spennandi verður að fylgjast með því hvort Evrópusambandið lifi af þessar hremmingar. Samstaðan er algjörlega horfin og hvert ríki bjargar sér sem best það getur. Ætli smærri ríkin beri skarðan hlut frá borði? Ef svo fer, er úti um sambandið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 00:26
Umhverfismat í endurmat
Tillaga Óla Björns Kárasonar (í Kastljósinu) um að fella lög um umhverfismat úr gildi er afar góð. Nú þegar þjóðinni vantar mest af öllu gjaldeyri, er rétti leikurinn að drífa stóriðjuframkvæmdir af stað.
Það er fordæmi fyrir því að lög eru einfaldlega lögð til hliðar þegar mikið liggur við: Samkeppnislögin. Enginn spyr eða andæfir, ekki einu sinni róttæklingar, þegar risastórir bankar eru sameinaðir í nágrannalöndunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 10:18
Ósofnir, örvinglaðir útrásarvíkingar
![]() |
Við erum nú einu sinni víkingar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.10.2008 | 06:35
Rót vandans
Bill Clinton (forseti frá 1992-2000) var stjórnmálamaður með metnað, hann vildi að hlutfall fátækra og minnihlutahópa sem eignuðust þak yfir höfuðið hækkaði í valdatíð hans. En það gekk ekki nógu vel, hlutfallið hækkaði ekki nógu hratt. Þá höfðu Bill og hans menn samband við vini sína og flokksbræður hjá íbúðalánasjóðunum Fanny og Freddy. Okkur er vandi á höndum, sagði Bill, við þurfum að hækka hlutfallið svo við getum sýnt fram á góðan árangur við að bæta hag þeirra lægst launuðu. Fanny og Freddy hugsuðu málið og komu með lausn: Við lækkum bara þröskuldinn fyrir ábyrgðum. Frábært! sagði Bill og klappaði flokksbræðrum sínum á bakið. Svo fóru Fanny og Freddy að lána hverjum sem vildi hvað sem hann vildi gegn ótryggum veðum jafnvel þótt tekjur viðkomandi væru litlar sem engar og stopular að auki. Þetta aukna fé í umferð jók umsvif og velmegun. Húsnæðisverð tók að hækka með aukinni eftirspurn. Húrra sögðu margir og tóku ný lán út á verðmeiri hús sín. Verðsprengja varð á fasteignamarkaðnum.
Þegar hópurinn sem gat ekki greitt af lánunum tók að stækka, tók að hrikta í stoðum ríkisíbúðalánasjóðanna Freddy og Fanny uns þeir lýstu sig gjaldþrota í sumar. Það leiddi af sér keðjuverkun sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú eru stjórnendur sjóðanna í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. En skaðinn er skeður og verður ekki bættur þótt þeir fari í fangelsi.
2004 fóru nokkrir þingmenn Repúblikana á bandaríska þinginu fram á að gerð yrði rannsókn á útlánastarfsemi Fanny og Freddy. Einn þessara þingmanna var John McCain. En Demókratar vildu ekki sjá neina rannsókn á sjóðunum þeirra og komu í veg fyrir að þingið samþykkti aðgerðir í þá veru. Einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði gegn tillögunni var Barack Obama. Óhætt er að fullyrða að hefði óráðsía Fanny og Freddy verið stöðvuð fyrir fjórum árum, værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Þessa sögu sagði mér maður að nafni Henri Lepage í fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á fimmtudag.
Ekki er ólíklegt að þetta mál komist í hámæli fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Fari svo er hætt við að það fjari hratt undan framboði demókratans.
Dægurmál | Breytt 5.10.2008 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 20:07
Sökudólgurinn fundinn
Hver kannast ekki við að hafa tapað stórfé á fallandi hlutabréfum, frábærum viðskiptaháttum, glæsilegum fjárfestingum og framsýnum ákvörðunum en ekki haft neinn til að kenna um? En ekki lengur. Egozentric®© hefur í samvinnu við góðan viðskiptavin fundið sökudólginn. Hann er enginn annar en Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Eftir að góði viðskiptavinurinn benti aðalhönnuðinum á staðreynd málsins varð það allt svo skýrt og klárt. Auðvitað! Davíð Oddsson er maðurinn í Seðlabankanum sem vill ekki gefa peninga ríkisins til útrásarvíkinganna sem sigrað hafa heiminn en þurfa nú á lítilsháttar stuðningi að halda við að kaupa bensín á Bentleyinn.
En fátt er með svo öllu illt að ekki megi á því græða. Því hefur Egozentric®© sett á markað bol þar sem þessi sanna fullyrðing er sett fram á afgerandi hátt.
Fjármálakreppa heimsins er Davíð Oddssyni að kenna. Litur: Svartur. Stærð 1-100. Ekki láta útrásarvíkingana, kaffihúsaspekingana og stöku lögfræðinga einoka Davíðspúkann, taktu þér sjálfur Davíðspúka í sálina og kenndu um allt sem miður hefur farið í þínu lífi, lífi þjóðarinnar, lífi vina þinna og fjármálalífi heimsins í heild sinni. Verð 8999 krónur. Ath. fæst aðeins í TopShop.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2008 | 15:34
Lét viftuna blása inn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 11:08
Þú ert arinn
Þó ekki brandarinn, heldur arinn eins og er í mörgum húsum og brennir eldiviði. Arinn sem kveikir í eldsneytinu og lætur orkuna hlýja þér og halda þér gangandi.
Líkingin við arininn kom upp í huga mér þegar ég var að velta fyrir mér mataræði og aukakílóum. Þeir sem setið hafa við arin vita að ef maður setur pappír, til dæmis jólapappír, í arininn fuðrar hann upp með miklum hitablossa. En ef maður setur viðardrumb í arininn brennur hann hægt og rólega á jöfnum hita. Eldiviðurinn brennur sem sagt mishratt. Sama má segja um mat. Eldiviðurinn okkar, maturinn sem við borðum, brennur ýmist eins og jólapappír eða viðardrumbur.
Það sem vömbin á okkur arininn okkar hefur umfram hefðbundin arin í húsum er sérstakt kerfi sem tekur hitablossa sem verða til þegar jólapappír er brenndur og breytir þeim í fituforða til að grípa til ef það skyldi nú verða lítið um eldsneyti.
En hvaða matur er jólapappír og hvaða matur er viðardrumbur?
Þarna erum við komin að kjarna málsins og mesta misskilningi heimsins hvað mataræði snertir. Unnin matvæli eins og hvítur sykur og hvítt hveiti eru jólapappír og kartöflur og hrísgrjón eru það líka. Hveiti og sykur er uppistaðan í brauði, þannig að brauð er að stærstum hluta jólapappír í maganum á þér. Allur matur sem inniheldur mikið af þessum efnum er jólapappír. Kolvetni öðru nafni.
Matur sem er viðardrumbur er fita, kjöt og fiskur; próteinríkur matur. Borði maður lítið af jólapappír og mikið af viðardrumbum hleðst ekki utan á mann aukaforði í formi spiks. Þeir sem halda að með því að borða feitan mat, til dæmis avókadó og hnetur, verði þeir feitir eru fórnarlömb útbreiddasta misskilnings heimsins (sönnun þess að margir geta haft rangt fyrir sér). Fituklessurnar á lambahryggnum á diskinum þínum safnast ekki fyrir í skvapinu utan á þér þegar þú borðar þær. Það gera hins vegar kartöflurnar. Af hverju? Af þeirri einföldu ástæðu að fita er viðardrumbur en kartöflur jólapappír. Þær brenna hraðar og gefa líkamanum kost á heppilegri orku til að breyta í varaforða. Geymsluefni líkamans á orku er fita og auðveldasta efnið fyrir hann að breyta í fitu er kolvetni.
Weetabix-pakki heima hjá mér. Þetta er gott og blessað fyrir utan andófið gegn fitunni. Áherslan er á kolvetnin, efnið sem fitan utan á þér er gerð úr. Aldeilis hollur matur það!
Þeir sem látið hafa af áti á jólapappír vita að þá verður líkaminn eins og olíuskip sem siglir sinn sjó án teljandi veltings. Jólapappírsætur eru hins vegar eins og farþegar á lítilli skútu í miðju Atlantshafinu sem fara upp og niður hverja einustu öldu; verða ofurhressir og ofurslappir yfir daginn.
Misskilningurinn sem áður er getið er einhver mesti harmleikur hins vestræna heims. Einhverjir snillingar drógu þá ályktun um 1960 að fitan á diskinum væri fitan utan á þeim. Þeir básúnuðu uppgötvun sína á sannfærandi hátt og almenningsálitið varð það að fita væri vond og hana ætti að forðast í lengstu lög. Eða viltu verða feitur? Það er til marks um hve misskilningurinn er langlífur að enn í dag eru framleidd fituskert matvæli. Einu sinni var bara til mjólk, nú er til mjólk með mörgum mismunandi fituprósentum og sumir drekka bara undanrennu. Þeir um það. Engum hefur dottið í hug að framleiða mjólk án kolvetna þótt feit mjólk án kolvetnanna sé etv. hollasti drykkurinn af þeirri tegund (ég er þó ekki að mæla með mjólkurþambi, bara taka hana sem dæmi).
Afleiðingin af misskilningnum er sú að fólk fitnar sem aldrei fyrr. Þeir sem forðast fituna, fitna samt! Hvað er eiginlega í gangi?
Hver hefur ekki heyrt talað um hamborgararassa? Bandaríkjamenn dæla víst svo miklu hormóni í nautgripi sína að rassinn á fólki stækkar. Etv. kjarnast misskilningurinn í þessari fullyrðingu. Ef hormóni væri dælt í svo miklu magni í kjötið ætti fólk þá ekki að verða vöðvastæltara? Eru það ekki annars vaxtarhormón sem dælt er í kjötið? Ef maður skoðar dæmigerða hamborgaramáltíð kemur í ljós að hún er að stærstum hluta jólapappír; auðbrennanlegur matur í formi brauðs, sósu og kartaflna auk sykraðra gosdrykkja. Sjálfur hamborgarinn er oft og tíðum bara smá próteinbiti innan um gumsið. Það blasir við hver sökudólgurinn er: Það er vitaskuld auðbrennanlegi maturinn. Það er hann sem hleðst utan á okkur í formi aukakílóa.
Hvort eru meiri líkur að þú fitnir af nautahakkinu í þessari hrúgu eða kartöflunum og brauðinu?
Ég bíð spenntur eftir að heimurinn geri sér grein fyrir þessu. Það er tímabært vegna þess að kostnaður vegna offitu er gríðarlegur og vaxandi. Etv. eiga stjórnmálamenn hins vestræna heims einhverja sök, því þeir hafa kosið að greiða niður kolvetnaríkan mat svo sem korn sem þýðir ódýrari kolvetnaríkur matur á borðum okkar (Kornflexið sem þú borðaðir í morgun er í boði bandarískra skattgreiðenda). Niðurgreidd matvælaframleiðsla á Íslandi, mjólkurafurðir sem eru í eðli sínu kolvetnasnauðar, eru stórskemmdar hjá einokunarfyrirtækinu Mjólkursamsölunni með viðbættum sykri í miklu magni.
Óhætt er að fullyrða að margir eru haldnir fíkn í auðbrennanleg kolvetni. Mjólkursamsalan er að svara þeirri fíkn með því að bæta sykri vörur sínar. Skyndibitastaðir eru á þeim fíknimarkaði (staðir þar sem máltíðin er 80% og yfir kolvetni). Það mætti kalla þá skyndibrennslustaði, því maturinn sem þeir selja er jólapappír, fuðrar upp með tilheyrandi sveiflum og varaforða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.9.2008 | 07:26
Buck Fush
Það er ekki aðeins mikil kreppa á fjármálamörkuðum heimsins, það er líka yfirvofandi kreppa á öðrum mikilvægum markaði og það á engum smá markaði! Ekkert minna en einn af stólpunum undir efnahagskerfi Bandaríkjanna! Jafnvægið á eftir að raskast, líf margra útgefenda á eftir að verða dans á rósarunnum. Umhverfissinnar munu ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið. Hnyttnir bolaframleiðendur fá ritstíflu. Barmmerkjahönnuðir verða atvinnulausir.
Nokkrar vonir eru þó bundnar við væntanlegan varaforseta. Það eru strax farnar að heyrast raddir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 21:41
Fann ekki hælið
![]() |
Hælisleitandanum ekið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- 72 börn í íslenskuverum borgarinnar
- Kynlegt fjárlagafrumvarp
- Slydda eða snjókoma til fjalla á Vestfjörðum seint í kvöld
- Handtökur vegna húsbrots og fyrir ólöglega dvöl á landinu
- Skuldaviðmið ESB í stað íslenskra laga
- Börn hefja afplánun í lokuðu úrræði
- Stoltur af því að vera íslenski draumurinn
- Þingmenn laskaðir eftir síðasta þing
- Rannsókn á mannskæðum eldsvoða lýkur á næstu dögum
- Umsóknir metnar á grundvelli gagna
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.