20.1.2009 | 19:57
Blandað hagkerfi að hætti Wade
Í viðtali um daginn lýsti Robert Wade þeirri skoðun sinni að affarasælast væri að hafa blöndu af opinberum rekstri og einkarekstri í bankakerfinu. Hann hefur þá væntanlega ekki verið að meina þá blöndu sem var til skamms tíma á Íslandi. Vill trúlega hafa hana enn sterkari en kerfi þar sem ríkis-íbúðalánabanki keppir við einkabanka um fasteignalán og lánar líka einkabönkum til fasteignalána með tilheyrandi verðblöðru. Í gömlu blöndunni var einnig ríkis-seðlabanki sem bar ábyrgð á einkabönkunum (hvað svo sem bankastjórnin fullyrti. Hvort það var ríkið sjálft eða seðlabanki þess sem var bleyjan er aukaatriði) og hagstýrði þeim eftir bestu samvisku. Ekki þannig kerfi segir Wade. Meira ríki og minna einka eru skilaboð hans.
Wade er á villigötum hvað þetta snertir. Vegir hrunsins á Íslandi liggja allir um ríkisstofnanir, íslenskar og erlendar. Bandarískir afglapar við stjórnvölinn komu á kerfi sem lánaði án ábyrgða og aðrir afglapar útbjuggu ábyrgðalausu lánin svo úr garði að enginn áttaði sig á að þau voru rusl, ekki einu sinni sprengmenntuðustu sérfræðingar á hæstu launum heims. Enn aðrir afglapar lækkuðu vexti úr öllu hófi svo offramboð varð á lánsfé. Íslenskir ríkisstarfsmenn virtust halda að Ísland væri í eigin sólkerfi með eigin lögmál og hækkuðu vexti svo almenningur sneri sér til útlanda eftir lánum og fjárspekúlantar græddu á vaxtamuninum. Háu vextirnir höfðu tvær alvarlegar afleiðingar: Erlend lán með gengisáhættu og stórkostlegt innstreymi gjaldeyris sem hlaut að vilja burt aftur með tilheyrandi hruni.
Lærdómurinn sem draga má af þrengingunum núna er sá að heppilegast er að hver og einn beri ábyrgð á sínum gerðum. Því fleiri sem það gera, því minni líkur á kreppu. Þetta ætti Wade að vera búinn að gera sér grein fyrir. En líklega er hann einn af þeim sem sjá rautt þegar minnst er á frjálshyggju vegna þess að frjálshyggjan er annað orð yfir ábyrgð.
Dægurmál | Breytt 21.1.2009 kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2009 | 06:26
Besta skírnargjöfin
Þegar Ragnar Orri sonur minn var skírður vorið 2007 gaf skrýtin frænka honum 60 dali í skírnargjöf. Dalirnir voru settir í skúffu og gleymdust þar. Um daginn fundust dalirnir. Í millitíðinni höfðu þeir tvöfaldast í verði. Sama er ekki hægt að segja um 15 þúsund krónurnar sem hann fékk frá langömmu sinni og höfðu líka gleymst í skúffunni.
Boðskapur sögunnar er þessi: Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð er hugmynd sem einungis er hægt að flokka sem hlægilega vitleysu (lýsir bæði heimóttarskap og sjálfsblekkingu). Sagt er að krónan endurspegli efnahagsástand landsins á hverjum tíma betur en alþjóðlegur gjaldmiðill myndi gera. Það er ekki rétt. Krónan hefur undanfarin ár ekki endurspeglað neinn raunveruleika, raunar aldrei. Gengið var til skamms tíma allt of hátt, nú er það trúlega of lágt, en það er bein afleiðing af traustu hagstjórninni.
Íslendingar þurfa að notast við alþjóðlegan gjaldmiðil. Reynslan kennir okkur að hagstýrendur landsins hafa aldrei ráðið við það verkefni að halda úti íslenskum gjaldmiðli. Sveiflur hans og virðisrýrnun sýna það svart á hvítu, hvað sem hagfræðikenningum líður.
Dalirnir 60 reyndust vera besta skírnargjöfin. Þeir eru óháðir hagstjórninni á Íslandi og Ragnar Orri græddi á því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2009 | 20:34
Náttbuxurnar rifnuðu
Þau undur og stórmerki gerðust um daginn að náttbuxur Sigurgeirs Orra (41) rifnuðu er hann var að klæða sig í þær. Fóturinn bókstaflega stakkst í gegnum hnéð, sagði Sigurgeir Orri í samtali við Slefað og skeint. Þá áttaði ég mig á því að þær voru úr sér gengnar, eða réttara sagt úr sér sofnar. Þetta var í aðdraganda jólanna og minntist ég á í framhjáhlaupi við konu mína að mig vantaði sárlega nýjar náttbuxur. Trúlega hefur hún verið annars hugar þá, því engar náttbuxur komu úr jólapakkanum. Þetta er hræðilegt að heyra, Slefað og skeint vonar að Sigurgeir Orri fái nýjar náttbuxur fljótlega. Ég vona það svo sannarlega líka, sagði Sigurgeir Orri að lokum.
Myndin tengist fréttinni ekkert.
Dægurmál | Breytt 16.1.2009 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.1.2009 | 22:38
Vulvuspá 2009
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2008 | 08:44
Icesave vasareiknir - Enginn mínus bara plús!®
Egozentric®© París, Mílanó, London, Róm er stolt af því að kynna til leiks einstaka hönnun og vöru: Icesave vasareikninn - Enginn mínus bara plús!® Hver kannast ekki við að hafa lent í fjárhagserfiðleikum? En ekki lengur, með nýja Icesave vasareikninum - Enginn mínus bara plús!® þarf enginn að hafa áhyggjur af fjármálunum. Eftir aðeins fimm mínútna útreikning með nýja Icesave vasareikninum - Enginn mínus bara plús!® ertu kominn í bullandi gróða og gleði. Fjárhagsáhyggjurnar hverfa eins og hlutabréf í gjaldþrota félögum. Varla er hægt að hugsa sér betra tæki, því eins og nafnið gefur til kynna passar vasareiknirinn - Enginn mínus bara plús!® í alla rassvasa. Enginn verður með rassvasabókhald með þessa græju í rassvasanum, því hún reiknar út bókhaldið fimm ár fram í tímann og sjö ár aftur í tímann og leiðréttir allar skekkjur.
Icesave vasareiknir - Enginn mínus bara plús!® Litur hvitur með rauðum tökkum. Rafhlöður fylgja ekki. Vertu ekki með hnút í maganum vegna fjármála, vertu með Icesave vasareikninn - Enginn mínus bara plús! í rassvasanum. Gróði, gróði, gróði, ekkert tap og þér líður eins og fyrirmenni í veislu á reikningi ríkisins.
Það sýnir vel hve mikil bylting er hér á ferðinni að stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir ætlar að leggja til að allar reiknivélar á Íslandi verði bara með plús og engan mínus. Eru þeir með frumvarp í smíðum um það mál sem lagt verður fyrir Alþingi klukkan fimm að morgni nýársdags.
Verðið á Icesave vasareikninum - Enginn mínus bara plús!® svíkur engan, ekki frekar en Icesave sjálft. Aðeins 14990 krónur, eða 49 evrur. 1% af seðilgjaldi rennur óskipt til sérkennara forstjóra fjármálaeftirlitsins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2008 | 09:02
Sparnaðarráð: Leggja niður ríkiskirkjuna
Það er ekki úr vegi að leggja þetta sparnaðarráð til þegar fyrir dyrum er hátíð ljóss og vonandi friðar. Hátíð sem haldin er vegna þess að nú ætlar sólin okkar að hækka sig á lofti og svo kemur vorið og sumarið. Um árþúsundir hefur þessum tímamótum verið fagnað. Fyrir ekki svo löngu síðan var hátíðin yfirtekin á vesturlöndum og víðar af kristninni ef svo má segja og hækkandi sól persónugerð í manni sem kallaður er Jesú. (Manni sem fæddist víst í júní, ef eitthvað er að marka nýjustu útreikninga.)
Hækkandi sól sem mönnum hefur þótt viðeigandi og rétt að skála fyrir hefur í áranna rás orðið hluti af stofnun á framfæri ríkisins, skattgreiðenda, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Er ekki við hæfi nú að leyfa þeim sem vilja, halda upp á hækkandi sól og iðka sína trú á eigin kostnað? Hvað er fallegra og meira í anda kristninnar? Hugsið ykkur jólin hjá þeim sem af eigin sannfæringu hefja upp raust sína um frelsarann og fagnaðarerndið og boðskapinn, án þess að ríkið greiði þeim laun fyrir. Þá fyrst erum við að tala um trú.
Í frumkvæðinu og viljanum og sannfæringunni, þar er fegurðin. Þar vil ég vera. Gleðileg jól.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2008 | 22:37
Kiss of death
Hver kannast ekk við að hafa fylgt hugsjón sem drapst? Hver kannast ekki við að hafa haldið með liði sem tapaði? Flestir ef ekki allir kannast við að hafa einhverju sinni verið í þessum sporum. Lífið er stundum í hag, stundum í óhag. Þó eru þeir til sem virðast aldrei geta haldið með réttu liði eða málstað. Virðast þefa uppi með næmu nefi allt sem dæmt er til að mistakast eða falla og misskilja skilaboðin og halda að hér sé sannleikurinn á ferðinni og gerast ákafar klappstýrur. Klappa, klappa og klappa jafnvel þótt þeir séu einir eftir ... en halda samt áfram og segja á útlensku: You aint seen nothing yet! Egozentric®© er stolt af því að kynna nýjustu hönnunina í vörulínunni sem miðar að hámarks gróða fyrir sem minnsta fyrirhöfn.
Kiss of death. Stærð 1-100. Litur Rauður. Ert þú koss dauðans? Sölnar allt og visnar og drepst sem þú kemur nærri? Ef svo er, er þessi vörulína fyrir þig. Veskið mun ekki visna við kaup á þessari vöru, verðið er sem fyrr hlægilegt: 9990 krónur (bolur). 1% af sendingarkosnaði rennur óskipt til samtaka til styrktar þeim sem geta aldrei haldið með réttu liði. (Samtökin voru stofnuð er kommúnistaflokkur Íslands, Samtök frjálslyndra- og vinstrimanna, Alþýðubandalagið og Aðdáendafélag Leeds United sameinuðust. Útrásarvíkingar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Vetnisáhugafólk og þeir sem telja jörðina vera að hlýna af mannavöldum eru líka velkomnir.)
Nýtt nýtt: Kiss of death poncho. Litur Gulur. Ein stærð. Farðu á leik með Leeds og tapaðu að minnsta kosti þurr. Verð aðeins 19990 krónur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2008 | 23:53
Er hagkerfið lent?
Hver kannast ekki við þá nagandi spurningu hvort hagkerfið sé lent? Fyrir þá sem sjá þess engin áþreifanleg merki, sjá bara lífsræksnið ganga sinn vana gang, er þessi bolur. Egozentric®© er stolt af því að fá að græða á spurulli alþýðunni. Hver og einn hefur sitt að sýsla með í lífinu og má ef til vill ekki vera að því að kanna hvort hagkerfið sé lent eða ekki. Er jafnvel hjartanlega sama, en vill þó sýna hluttekningu og skilning og stuðning við málefnið. Því það er mikilvægt, margur stjórnmálamaðurinn á bágt núna, einkum þeir sem vita að því er virðist, ekkert í sinn haus og eru ekki einu sinni hafðir með á fundum um málefni sem þeir bera þó ábyrgð á. Sumir spyrja eflaust: Er hagkerfið hrapað? Hvar er þá flakið? Er flakið hugsanlega mögulega kannski við höfnina í Reykjavík? Það getur varla verið, þetta er glæsilegur minnisvarði um eyðslu á almannafé til góðra verka. Góðra og gildra verka.
Er hagkerfið lent? Stærð 1-100. Litur: Svartur. Vertu ekki pólitískt viðrini, vertu með á nótunum og krefstu svara. Verð aðeins 7990 krónur. 1% af pökkunarkostnaði fer óskiptur til lestrarkennara Björgvins G. Sigurðssonar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2008 | 11:45
Nei þýðir víst ekki nei
![]() |
Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 23:23
Icesave Poncho
Egozentric®© París, Mílanó, Róm, Aþena, Tokyo hefur ekki farið varhluta af kreppunni sem skollin er á. Ekki svo að hönnunarstofan hafi gert axarsköft svo neinu nemi, en margir af bestu viðskiptavinunum voru fyrirtæki sem nú eiga í lítilsháttar erfiðleikum og geta af þeim sökum ekki greitt fyrir þjónustu Egozentric®©. Ekki er ætlunin að kvarta undan eigin óláni heldur finna leiðir til að græða á óláni annarra.
Íslenskir bankamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, vita hvað það rignir mikið í London. Því hefur Egozentric®© ákveðið að markaðssetja á Bretlandseyjum, á hlægilegu verði, Icesave ponchoið sem hannað var sérstaklega fyrir viðskiptavini Icesave til að halda þeim þurrum í suddanum. Þeim hefur víst fækkað eitthvað, en almenningi hefur ekkert fækkað og hann virðist geta tekið á sig ótrúlegustu skuldir, svo eitt poncho ætti ekki að setja neinn á hausinn.
Icesave poncho. Litur: Gulur. Ein stærð passar á alla (líka Sigurjón digra). Ekki rigna niður í suddanum í London. Vertu keikur og þurr og gakktu um heimsborgina vel varinn. Tengdu þig við mikinn gróða og mikinn auð og mikla ávöxtun. Icesave ponchoið kostar aðeins 9990 krónur. 1% af sendingarkostnaði rennur óskiptur til Fjármálaeftirlitsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Táknrænn fyrir íslenska plebbann
- Á ekki að þurfa her lögfræðinga til að hefja rekstur
- Hafa ekki tekið ákvörðun á Seltjarnarnesi
- Sigurður: Kristrún skilar auðu í húsnæðismálum
- Miðflokkurinn mun ekki hlýða
- Heltekinn af menningarrannsóknum
- Afgangarnir kólnuðu en varð 10 milljónum ríkari
- Ekki búin að gleyma ellilífeyrisþegum
- Íslendingur vann í Víkingalottó
- Þorgerður: Svarið er hiklaust já
Erlent
- Katarar segja alla von úti fyrir gíslana
- Flugmenn viðurkenna að hafa sofið í flugi
- Obama, Biden og Trump meðal þeirra sem syrgja
- Myndskeið: Skelkaðir eftir að furðuhlutur varðist eldflaug
- Charlie Kirk látinn
- Charlie Kirk skotinn
- Trump fer fram á dauðadóm eftir hrottalegt morð
- Segir Rússa ekki geta endurheimt stórveldið
- Sýni hve langt Rússar séu tilbúnir að ganga
- Trump tjáir sig: Nú förum við af stað!
Fólk
- Við erum búnir að grenja yfir öllum þessum lögum
- Ennþá sár 21 ári síðar
- Við bara harðneitum að leggjast á bakið og drepast
- Fagnaði 26 ára afmæli með strandferð
- Brjálæðislega sætt
- Enn ástfangin þrátt fyrir sögusagnir
- Þessi vilja stýra óperunni
- Hver er Andrew Cabot?
- Páll Óskar og Benni gera plötu
- Það jafnast ekkert á við djass
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.