Leita í fréttum mbl.is

Nei þýðir víst ekki nei

Finnst engum þetta furðulegt? Sáttmálanum er hafnað af þjóðinni. Þá er bara kosið aftur. Ef hins vegar hann er samþykktur, þá er aldrei kosið aftur. Er þetta lýðræðið sem við viljum? Er þetta það samband sem Íslendingar vilja binda trúss sitt við? Ég segi fyrir mitt leyti nei. Nei við Lissabonsáttmálanum, nei við stjórnarskrá þeirra. Nei takk.
mbl.is Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kæri Jón ESB Frímann,

svo skal böl bæta að benda á annað. Endalausar kosningar um sameiningu sveitarfélaga þangað til þau samþykkja er viðbjóður.

Svo bætirðu um betur og býrð til samsæriskenningu. Vondir kallar í BNA. Gat nú verið.

Ekki gleyma að fara með trúarjátninguna: „Ég trúi á ESB þar sem allir eru glaðir og lýðræðið blómstrar. Amen.“

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.12.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með þér Sigurgeir. Ég hafna Lissabon sáttmála og ég hafna þessu ólýðræði sem ESB aðild fylgir.

Í hvaða heimi býr þessi Jón Frímann. Hvað merkir "Andstæðingar Lissabon sáttmálans voru mjög vel fjármagnaðir, alltof vel fjármagnaðir", má enginn berjast fyrir sínum skoðunum nema ESB sinnar? Hvaða lýðræði er það? Hvað er ESB tilbúið að borga fyrir þátttöku Íra að Lissabon sáttmálanum? Hvað eru þeir tilbúnir að borga fyrir auðlindir okkar? Og hvað svo?

Það er óhugnanlegur sovét-tónn í þessum orðum JF.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB eyðir milljörðum og aftur milljörðum króna í áróðurstarfsemi innan sambandsins. segir það ekki allt sem segja þarf? Samsæriskenningar með USA gegn ESB? hvaða bull er þetta? Ef eitthvað er þá eru USA mjög sáttir með að þurfa að ekki að tala við nema 1 evrópu ríki. einfaldar allt mjög mikið.

En ef þú ætlar að vera í samsæriskenningunum Jón Frímann, ættiru þá ekki að hafa áhyggjur af New World Order? Sameingu í eitt ofurríki og þar sem yfirstéttar elítan ræður öllu. nei bíddu er það ekki ESB? valdaelíta og skortur á lýðræði . 

Fannar frá Rifi, 11.12.2008 kl. 18:43

4 identicon

Evrópusambandið varði bara 20 milljónum evra í að kynna samninginn á Íralndi og ágæti hans. Jón Frímann telur það eflaust í lagi að láta skattgreiðendur borga fyrir kosningabaráttu JÁ hópsins en missir sig svo yfir hugsanlega vel fjármagnaðri baráttu NEI hópsins. Það er eitthvað skrítið lýðræðið hjá honum Jón Fríman.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það verður virkilega áhugavert að fá skoðun þjóðarinnar á ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 114024

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband