Leita í fréttum mbl.is

100% af engu eða 25% af mörgu?

Væri ekki nær að lækka eða fella niður aðkomuskatta til landsins? Það skilar miklu meiri tekjum til landsmanna að fá sem flesta ferðamenn til landsins því þeir kaupa vörur og þjónustu sem er með hæsta virðisaukaskatti í heimi, fylla tankinn með háskattaeldsneyti og skola matnum niður með háskattavíni.

Skattahugmyndaauðgi þeirra sem ráða ferð ríkisfjármálanna í dag er takmarkalaus, en að sama skapi grunnhyggin. Þeir virðast ekki átta sig á einföldustu hlutum. Til dæmis því að betra er að fá lítinn hluta af stórri köku, en stóran hluta af lítilli köku.

Atvinnulífið á Íslandi þarf hvatningu og uppörvun. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur lamandi áhrif.


mbl.is Sérstakt farþegagjald lagt á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Búið er að panta girðingu úr Reykjavík“

Hvað vita þessir sérfræðingar fyrir sunnan? Væri ekki nær að panta girðingu að utan?
mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávísun á spillingu

Miklu nær væri að skapa hér almennar aðstæður og aðlaðandi fyrir öll fyrirtæki, erlend sem innlend. Það er hlutverk löggjafans að setja almennar reglur, en ekki setja sig í þá aðstöðu að gera útbýtt ívilnunum eftir geðþótta. Eru engin takmörk fyrir því hve stjórnmálamenn ætla að þvælast fyrir lífinu í þessu landi? Það er útbreiddur misskilningur að landið þrífist ekki án þeirra. Það þrífst þrátt fyrir þá. Nýlegar efnahagsþrengingar má að stórum hluta skrifa á getuleysi og kunnáttuleysi stjórnmálamanna. Þarf frekari vitna við?
mbl.is Ekki sérlög um ívilnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV næsta Netflix?

Nýlega gerðist ég viðskiptavinur Netflix og greiði fyrir þjónustuna fjórtán dali á mánuði. Fyrir þá sem þekkja ekki Netflix, þá er Netflix sjónvarpsstöð og vídeóleiga sem sendir myndir út til viðskiptavina með pósti og yfir internetið. Inni í þessum fjórtán dölum eru tveir diskar á dag og ótakmarkað gláp í gegnum tölvu, Play Station eða sjónvarpið (sé það útbúið móttökutækni).

Netflix

Netflix hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum.

Kunningi minn er með Netflix eins og ég. Sá er þó munurinn á okkur að hann er eingöngu með Netflixið. Ekkert hefðbundið sjónvarp.  Ekki með stöðvar á borð við RÚV, Stöð tvö, ÍNN og Skjá einn. Enga stöð sem mallar daginn út og inn án tillits til þess hvort það henti áhorfendum eða ekki.

Stóra planið

Stóra planið á Netflix.

Netflix er einn af boðberum mikilla breytinga sem eru að eiga sér stað. Hefðbundið sjónvarp er barn síns tíma, barn þess tíma þegar eini möguleikinn á miðlun efnis var einhliða. Fyrirtæki sem senda úr efni á hefðbundinn hátt verða að bregðast við nýjum veruleika og hasla sér völl á þessu sviði. Netið er að taka yfir sem miðill efnis. Áhorf á hefðbundið sjónvarp, eins og til dæmis RÚV, fer minnkandi. Enda ekki skrýtið, flestir vilja ráða því sjálfir hvenær þeir horfa.

Nói Albínói

Nói Albínói á Netflixinu.

Ríkismiðillinn íslenski er í góðri aðstöðu til þess að gerast slíkur miðlari (gæti heitið Rúvflix, borið fram rúhffligs, beygist eins og kornflex. So: rúvflixa). Í safni Rúv er mikið af íslensku efni, útvarps- og sjónvarpsefni, sem myndi án efa njóta vinsælda ef hægt væri að leigja eða kaupa sérstaklega og horfa eða hlusta á yfir net eða af diski.

Umbreyting á Rúv í gagnvirkan miðlara efnis yrði þó að vera gert með samningum um að hlú að íslenskri menningu og tungu, vegna þess að menningarþátturinn er eiginlega eina haldgóða röksemdin fyrir tilverurétti Rúv. Flestir eru sammála um að það er ekki hlutverk ríkisins að sýna sjónvarpsþáttinn „Aðþrengdar eiginkonur“, svo dæmi sé tekið (þótt góðir séu). Það þarf líka að gæta þess sérstaklega að staðið sé við gerða menningarsamninga (en á því virðist vera misbrestur. Það að skrækja íslensku inn á erlent barnaefni er sögð vera íslensk kvikmyndagerð í bókum Rúv).

Gamanmyndir frá fjórða áratug síðustu aldar

Úrvalið hjá Netflix er afar gott. Hér eru gamanmyndir frá fjórða áratug síðustu aldar (sem ég er hrifinn af í augnablikinu).

Rúvflix gæti, ef rétt er á málum haldið, orðið vettvangur innlendrar kvikmyndagerðar af öllum tegundum. Framhaldsþætti, stuttmyndir, heimildarmyndir, viðtöl og hvaðeina sem sköpunargáfan getur af sér, mætti sýna á Rúvflixinu. Semja mætti við rétthafa um greiðslu fyrir hvert skipti sem horft/hlustað er á efnið. Með því móti fæst góður mælikvarði á vinsældir og höfundar fá greitt í samræmi við notkun. Enginn þarf að kvarta undan mismunun þegar áhorfendur sjálfir greiða fyrir notkunina, hvort sem það er beint eða með nefskattinum.

Queen Raquela

Queen Raquela á Netflix. Það má með sanni segja að Netflix sé Íslandsvinur. Að sama skapi er ljóst að Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður er útrásarvíkingur.

Það setur strik í reikninginn að ríkisfyrirtæki eins og Rúv er í eðli sínu ekki framsækið. Ég tel að það stafi af því að langflestir gera sér grein fyrir að ríkisrekstur á fjölmiðli er óviðeigandi, þótt þeir viðurkenni það ekki opinberlega og það hefur lamandi áhrif svipað og vond samviska. Flestar röksemdirnar fyrir sérstöku ríkisfyrirtæki í fjölmiðlarekstri hafa verið hraktar, einkum síðari ár. Hvort sem það er öryggishlutverk vegna hamfara, þjónusta við landsbyggðina, stuðningur við menningu eða hlutleysi í fréttaflutningi. Netið eitt og sér tryggir öllum greiðan aðgang að fjölmiðli og þar fær menning þjóðarinnar notið sín með sínum kostum og göllum. Líkurnar á því að Rúv gerist Rúvflix verða að teljast frekar litlar.  

Ég myndi taka því fagnandi og jafnvel gerast áskrifandi ef efni úr safni Sjónvarpsins yrði gert aðgengilegt á netinu. Safn sjónvarpsins er nefnilega eins og Borgarbókasafnið sem heldur utan um menningu þjóðarinnar. Munurinn er þó sá að Borgarabókasafnið er aðgengilegt almenningi en Safn sjónvarpsins ekki. 


Bolir á útsölu

Ég var beðinn fyrir hönd ákveðinnar hönnunarstofu hér í bæ að falbjóða tvo boli á niðursettu verði. Mér finnast þessir bolir frekar ljótir (litlausir, minna á gráan hversdagsleika kommúnistaríkjanna sálugu) og hvet engan til að kaupa þá, en ég kann ekki við að vera dónalegur við vin minn sem bað mig að gera sér þennan greiða.

 Icesave heimsendir 1

Icesave heimsendir 2

Þennan texta bað hann mig að láta fylgja með:

Afsláttarverðið er ekkert minna en æðislegt, þú sparar 378% frá listaverði og þarft aðeins að reiða fram 29,990 krónur fyrir stykkið, staðgreitt. Inn í þessu einstaka afsláttarverði er 30% virðisaukaskattur, en hann er hafður svona hóflegur vegna hinnar GLÆSILEGU niðurstöðu íslensku samninganefndarinnar í Icesave málinu. Sérstakur afsláttur er veittur ef báðir bolirnir eru keyptir, eða 456% af listaverði. Samtals kosta bolirnir tveir, pakkaðir í plast, aðeins 75,990 krónur.

Bolirnir fást í öllum stærðum, hvítir með svötru letri. 0,001 prósent af sendingarkostnaðinum rennur óskipt til Stjórnmálamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.


Meira fyrir landsdóm að gera

Málsmeðferð Steingríms J. Sigfússonar og meðreiðarsveina hans hefur verið með slíkum ólíkindum, óheilindum og dusilmennsku að það hlýtur að jafnast á við landráð. Fyrir þennan skuldaklafa sem þeir hafa komið á þjóðina að ósekju eiga þeir ekkert minna skilið en þungan refsidóm. Landsdómur mun hafa nóg að gera á næstunni.

Hið eina góða við ástandið nú um stundir er að verið er að bólusetja þjóðina fyrir vinstrimönnum marga áratugi fram í tímann. Þegar þjóðin fer að greiða af skuldaklafanum minnast menn þeirra ræfla, vinstrimannanna, sem seldu landið fyrir völd í nokkur misseri.

Ekki er nokkur vafi á því að Steingrímur er á síðustu metrunum í stjórnmálum. Önnur eins óheilindi geta jafnvel ekki kommúnistar liðið.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæstir frá Bandaríkjunum

Það er áhugavert að lægsta hlutfall þeirra sem flytja aftur til Íslands er frá Bandaríkjunum. Það er í takt við aðrar kannanir. Bna. eru vinsælasta land heims. Flestir vilja fara þangað og fæstir vilja flytja þaðan. Það þarf einhver að segja þeim skringilega hópi manna sem hatast við landið frá þessu.
mbl.is Margir brottfluttir snúa heim aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McHrútspungar

Einu sinni var Guðmundur Ólafsson, hinn ágæti leikari og rithöfundur, á ferðalagi í útlöndum. Eins og gerist stundum þá rakst Guðmundur á heimsfrægan mann. Engan annan en Luciano Pavarotti. Þar sem Guðmundur er framfærinn maður og sjálfur liðtækur söngvari (lék slíkan í leikritinu Tenórinn) gaf hann sig á tal við Pavarotti. Fór vel á með þeim skildist mér á Guðmundi, en hann sagði þessa sögu í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Það sem mér þótti eftirminnilegast við sögu Guðmundar var staðurinn sem fundum hins ítalska stórsöngvara og íslenska leikara bar saman.

Sjálfur hef ég rekist á frægt fólk í útlöndum, en þó ekki er ég fór í menningarferð til Hong Kong. Hong Kong er fögur borg sem iðar af mannlífi og blikkandi neonskiltum og þar eru margir veitingastaðir vestrænir sem austrænir. Mig langaði að kynnast menningu borgarinnar og þefaði uppi ekta hong kongískan veitingastað. Veitingahúsið var lítið og notalegt og það sátu eingöngu innfæddir til borðs. Er ég gluggaði í matseðilinn komst ég að því að hann var á ljómandi útlitsfríðri mandarínsku. Þar sem ég skil ekki það tungumál valdi ég matinn af handahófi. Rétturinn sem ég pantaði var fráhrindandi. Sjávarskordýr á núðlubeði með slorbragði. Sjávardýrið hef ég hvorki fyrr né síðar séð.

Ég yfirgaf staðinn án þess að borða matinn og fór á næsta McDonalds. Matseðilinn þar skildi ég vel vegna þess að á honum voru myndir auk þess sem hann var á ensku. Ekki nóg með það, ég vissi hvernig rétturinn sem ég pantaði var á bragðið þótt ég hefði aldrei komið inn á þennan stað áður.

Á framandi slóðum er gott að eiga fasta keðju í tilverunni. Þótt hægt sé að lesa sig til um góða veitingastaði í ferðahandbókum, eru ekki allir sem nenna því, einkum ef ferðin er stutt. McDonalds var mér skjól og það gerði mér svo aftur kleift að kynnast annarri menningu Hong Kong saddur og sæll en ekki svangur og fúll. Maður þarf jú að borða nokkrum sinnum á dag og er ekki alltaf reiðubúinn að prófa „eitthvað nýtt“.

„Á McDonalds veit maður að minnsta kosti hvað maður fær“ er viðkvæði sumra skyldmenna minna á ferðalögum í útlöndum. Og þetta fólk vandi ekki komur sínar á McDonalds á Íslandi, meðan sá staður var og hét, vegna þess að á Íslandi hefur það komið sér upp næringarkerfi sem það þekkir í þaula. Ég hygg að það öryggi sem skyndibitastaðir eins og McDonalds veita með því að bjóða allstaðar upp á sama matinn sé lykillinn að vinsældum þeirra. Það er miklu meiri óvissu háð að fara td. á Chongs Steakhouse, Jacks Noodle Bar eða Luigis Pastaplace í útlöndum. Hver veit nema Chongs Steakhouse sé sóðaleg búlla? Hver veit nema Jacks Noodle Bar sé frontur eiturlyfjasala og Luigis Pastaplace sé rekið af óvönduðum mönnum sem stela kortanúmerum?

Mannskepnan leitar að öryggi og vanafestu, ekki síst hvað mat snertir, vegna þess að áður fyrr var það trúlega spurning um að komast af að finna þann mat sem hentaði og hengja sig á hann (ekki eitraður, næringarríkur, fór vel í viðkomandi maga). Allir þekkja fólk, ósjaldan börn, sem er dyntótt í mataræði. Sem borðar eingöngu hamborgara með tómatsósu og engu öðru, pylsu með tómatsósu ofan á og undir, drekkur eingöngu Pepsi Max, borðar ekki rauðkál, baunir, blómkál, tómata, lauk osvfrv. Gyðingar borða ekki svínakjöt vegna þess að einu sinni fylgdu því sjúkdómar (etv. inflúensuveira, svínaflensa). Síðan varð það hluti af trúnni. Það að borða ekki svínakjötið var lykilatriði í því að komast af. Matseðill sem virkar vel, er ein af grunnþörfum mannskepnunnar.

Það að McDonalds sé ekki lengur í boði á Íslandi er trúlega meiri ímyndarskaði fyrir landið en virðist í fyrstu. Margir útlendingar sem lásu fréttina töldu að það væri matarskortur á Íslandi eða eitthvað þaðan af verra. Þeir sem hyggjast etv. koma til landsins hafa einum valkosti færra hvað mat snertir eftir að McDonalds hætti. Geta ekki lengur kynnt sér sviða- og hrútspungamenninguna vitandi af McDonalds í nágrenninu.

Hráefnið í McDonalds á Íslandi kom frá Þýskalandi og þeir sem telja það sem miður fer í matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum koma því eitthvað við, eru lítilla sanda. Vandinn við fjöldaframleiðslu matvæla er almennur, ekki bundin við einstaka keðjur eða skyndibita. Fáir hafa sakað Þjóðverja um óvönduð vinnubrögð í matvælaframleiðslu þótt eflaust sé þar pottur brotinn eins og annars staðar.

Ítalir eru frægir fyrir að vera matgæðingar, ótal veitingastaðir tengdir Ítalíu bera þess glöggt vitni. En hvar skyldu leiðir hins ítalska stórtenórs Pavarottis og Guðmundar Ólafssonar stórleikara hafa borið saman? Jú, á McDonalds. Nú grunar mig að Guðmundur sé enginn sérstakur aðdáandi bandarískra stórfyrirtækja og allra síst kona hans Olga Guðrún Árnadóttir (sem söng um Keflavíkurveginn og Karl Marx á sínum tíma). Það aftraði honum þó ekki frá því að fá sér einn feitan BigMac. Líklegt má teljast að Guðmundur, eins og margir aðrir, hafi einfaldlega verið svangur og viljað fá sér eitthvað sem hann þekkti á einfaldan fljótlegan hátt. Og Pavarotti líka.

Pavarotti fær sér BigMac


Hlegið að Al Gore?

Ég velti því fyrir mér fyrir nokkrum árum hvort fljótlega yrði hlegið að Al Gore og hlýnunartali hans af mannavöldum. Það er að gerast fyrr en ég áætlaði.
mbl.is Pachauri ver loftslagsfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg frétt

Mikið er gaman að þessum gögnum hafi verið bjargað frá eyðileggingu. Svona efni getur verið afar hjálplegt á myndrænan hátt ef sögð er til dæmis saga kvikmyndagerðar á Íslandi í heimildarmynd.

Mig langar að nota tækifærið og þakka Eiríki Símoni Eiríkssyni mikið fyrir að hafa bjargað þessu frá glötun.


mbl.is Ómetanleg menningarverðmæti fundust á sorphaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 114590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband