Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Með í reikninginn - heimilisofbeldi

Getur verið að sóttvarnaraðgerðir ríkisins hafi þegar upp er staðið meiri og verri afleiðingar en pestin sjálf?

Heimilisofbeldi. Enginn vafi er á að sóttvarnaraðgerðirnar hafa aukið heimilisofbeldi um allan heim. Ísland er engin undantekning. Samkvæmt frétt á mbl.is hefur lögreglunni „borist 655 til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi á ár­inu, sem er 12% aukn­ing á meðaltali und­an­far­inna þriggja ára.“ 


Með í reikninginn - þunglyndi og kvíði

Stóra spurningin er hvort sóttvarnaraðgerðirnar séu þegar upp er staðið verri en pestin sjálf.

Þunglyndi og kvíði. Aðgerðirnar gegn útbreiðslu pestarinnar hefur valdið depurð, kvíða og jafnvel þunglyndi hjá mörgum. Enginn vafi leikur á að lokanir og aðrar takmarkanir geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan þegar það sem gerir lífið skemmtilegt og þess virði að lifa er bannað. Ein könnun sýndi að 70% vel stæðra einstaklinga um víða veröld hafa ýmist verið þreyttir, daprir, reiðir eða óþreyjufullir síðan lokunaraðgerðir hófust. Þó eru það einkum fátækir sem aðgerðirnar bitna hvað harðast á. Talið er að milljónir manna hafi soltið í hel vegna sóttvarnaraðgerða á Indlandi svo dæmi sé tekið.


Með í reikninginn - streita

Er streita tekin með í reikninginn?

Streita. Faraldurinn sjálfur er sannarlega streituvaldur, en atvinnuleysi og einangrun er flestum mikið andlegt álag. Natasha Bijlani sálfræðingur við Priorys Roehampton sjúkrahúsið á Englandi telur að streitan hafi víðtæk og langvarandi áhrif: „Ekki aðeins tilfinningalegt álag heldur líka líkamlegt og fjárhagslegt álag á fjölskyldur og samfélagið í heild.“


Með í reikninginn - aukakíló

Er mögulegt að sóttvarnaraðgerðirnar kosti fleiri mannslíf en þær bjarga þegar upp er staðið? 

Aukakíló. Fjölmargir hafa bætt á sig í faraldrinum. Þriðjungur manna á Englandi gerði það. Tölur eru án efa svipaðar á Íslandi. Fáum dylst að helsta heilsufarsógn mannkynsins nú um stundir er offita. Þessi hópur er jafnframt illa í stakk búinn að takast á við kórónuveiruna.


Með í reikninginn - hjartaáföll

Spurningin hlýtur að vera sú hvort afleiðingar sóttvarnaraðgerða um víða veröld séu verri en pestin sjálf. 

Hjartaáföll. Hjartaáföllum og heilablóðföllum hefur stórfjölgað undanfarið. Aukningin var um 18% frá miðjum mars til loka maí á Englandi. Rannsókn sem gerð var nýlega þar í landi leiddi í ljós að hundruð manna undir 65 ára aldri dóu að óþörfu af völdum heilablóðfalls eða hjartaáfalls síðan faraldurinn hófst.


Með í reikninginn - aðrir sjúkdómar.

Spurningin hlýtur að vera sú hvort afleiðingar sóttvarnaraðgerða um víða veröld séu verri en pestin sjálf. 

Aðrir sjúkdómarDauðsföllum á Englandi vegna sykursýki hefur fjölgað um 86% síðan í mars og af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli um 53%. Dauðsföllum af völdum Parkinsonveiki hefur fjölgað um 79%.


Hýðum Víði

HýðumVíði


Með í reikninginn - minniháttar aðgerðir

Spurningin hlýtur að vera sú hvort afleiðingar sóttvarnaraðgerða um víða veröld séu verri en pestin sjálf. 

Minniháttar aðgerðir. Hné- og mjaðmaaðgerðum hefur verið frestað með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum þeirra sem á því þurfa að halda. Stór hópur þarf að glíma við sársauka og vanlíðan vegna þessa. Hjartaþræðingum hefur stórfækkað. Biðlistar eru drepandi, langir biðlistar eru bráðdrepandi.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband