Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Forsetakortið

Í tilefni af skipbroti útrásarinnar og þess að lofrullunni um forsetann þurfi að breyta, vonandi þó bara í inngangi og eftirmála, en allsekki víðar í bókinni, hefur Egozetntric™®© ákveðið að setja á markað nýjan bol sem auglýsir besta kreditkort í heimi. Forsetakortið sem er gefið út af ríkinu og greitt af ríkinu.

Hver kannast ekki við að hafa eytt um efni fram? En ekki lengur, með nýja forsetakortinu þarf enginn að hafa áhyggjur af fjárhagnum. Klipptu gull- og silfurkortið með skærum og fáðu þér forsetakortið. Sveiflaðu forsetakortinu og þú færð far milli landa með ríku köllunum á einkaþotunum, lyftu forsetakortinu í búðum og þú þarft ekki einu sinni að borga, láttu glitta í forsetakortið og þú færð hádegismatinn frítt. Sýndu forsetakortið og þú labbar óáreittur inn í fínustu veislur veraldar þar sem hvert borðið svignar undan kræsingum í boði skattgreiðenda. Það besta við forsetakortið að reikningurinn fer beint til ríkisins, án athugasemda. Egozentric™®© er stolt af því að fá að kynna þessa nýju og glæsilegu vöru á bolalínu fyrirtækisins.

Meðal þess sem kortinu fylgir eru 10 þúsund mínútur af ókeypis kjaftaviti. Áður en þú veist af ertu farinn að tala um aðskiljanlegustu hluti eins og þú hafir heilmikið vit á þeim; verður jafnvel sérfræðingur á ýmsum sviðum, jafnvel meiri sérfræðingur en vísindamenn með áratuga rannsóknir að baki. Kortið gerir þig að ígildi auðjöfurs og þeir líta á þig sem jafningja sinn og samherja. Hafir þú einu sinni verið eldheitur sósíalisti með helsta markmið lífsins að berjast gegn kapítalistum, hverfur það við fyrstu straujun og þú gerist ákafur kapítalisti með markaðshyggju, útrás og framsækni að aðalbaráttumáli.

Þeir sem sækja um forsetakort fyrir 25. október fá pakka með 100 álkuorðum frá Egozentric™®© sem þeir geta útbýtt að vild.

 Forseta kreditkort
Forsetakreditkort. Stærð 1-100. Litur: Svart með gullkorti. Gefðu kreppunni langt nef og fáðu þér forsetakortið, láttu almúgann borga brúsann af útrásinni en lifðu sjálfur í vellystingum á kostnað ríkisins. Verð aðeins 15990 kr.
mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum í öskustó Clintons

Ef demókratar halda að þeir komist upp með það að hafa valdið þessari fjármálakrísu með misnotkun á bandarísku íbúðalánasjóðunum er það mesti misskilningur. Fjölmiðlar verða að upplýsa hvernig þessir menn, á tímum Bills Clinton í forsetastóli, tóku að lána hin svokölluðu undirmálslán. Þetta er of mikilvægt mál til að horfa framhjá því í hráskinnaleik stjórnmálanna.
mbl.is Clinton: Munum rísa úr ösku Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamenn eða stjórnmálamenn?

Hverjir bera meiri ábyrgð á því að þjóðarskútan sökkvi ekki, bankamenn og kaupsýslumenn eða stjórnmálamenn sem kosnir eru til að halda henni á floti?


Bretar leita alþjóðlegrar aðstoðar

Það er áhugavert að sjá að nú segja Bretar að þeirra vandamál verði að leysa með sameiginlegu átaki margra þjóða. Íslendingar fóru fram á svipað í þeirra vandræðum en fengu ekki. Líkindin eru töluverð þótt ástæðurnar séu aðrar. Bretland er eitt skuldsettasta ríki í heimi og undanfarnin ár hafa gömlu, vanhæfu kommúnistarnir sem þar stjórna, ekki búið í haginn með greiðslu skulda og lækkun skatta heldur þvert á móti sóað almannafé og haldið sköttum háum. Nú þegar harðnar verulega á dalnum hafa þeir ekkert svigrúm til aðgerða og verða að leita út fyrir landsteinana undir því yfirskini að „nú þurfi sameiginlegt átak“.


Hvað verður um miðbæinn?

Hættan á að miðbær Reykjavíkur veslist endanlega upp er nú ekki bara raunveruleg heldur yfirvofandi. Tónlistarhúsið, þessi minnisvarði um afglöp íslenskra stjórnmálamanna í meðferð almannafjár, verður ekki klárað í bráð. Áform um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða aldrei að veruleika og gjaldþrot bankans þýðir að byggingar sem honum tilheyrðu munu standa tómar. Bygging listaháskóla við Laugaveg verður ekki reist. Seðlabankinn í núverandi mynd heyrir sögunni til. Borgin mun ekki veita fé í uppbyggingu gamalla húsa úr brunarústum eða endurreisn gamalla húsa við Laugaveginn. Þörf fyrir stöðumæla er horfin, það má leggja það apparat niður í heild sinni, enda eru þeir trúlega helsti þátturinn í því að fólk forðast miðbæinn og sækir í verslanamiðstöðvar þar sem stæði eru ókeypis og það ekki að ástæðulausu.


Ísland eins og við þekktum það er farið

Það er sama hvernig á það er litið, Ísland eins og við þekktum það er farið veg allrar veraldar. Mikil hætta er á að við taki þjóðfélag ríkisafskipta og sóunar. Það er kaldhæðnislegt í því ljósi að það voru einmitt ríkisafskipti sem felldu landið. Ríkisstjórnendur sem ollu ekki starfi sínu og ríkisafskipti af íbúðalánasjóðum. Það er lýsandi fyrir ástandið að fyrst nú eru ráðherrar þjóðarinnar að gera sér grein fyrir umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Höfðu ekki hugmynd um umsvifin sem þó voru á ábyrgð ríkisins. Hvurslags endemis bjánagangur er þetta? Hvers vegna var ríkið ekki búið að skikka þessi fyrirtæki til þess að færa starfsemi sína til útlanda? Þeir gerðu sér enga grein fyrir þeirri hættu sem felst í því að ábyrgjast fyrirtæki sem velta margfaldri þjóðarframleiðslu landsins. Loksins þegar þeir ranka við sér, er það of seint. Ekki bætir úr skák að það eru algerlega vanhæfir kommúnistar við völd í Bretlandi sem gera hvert axarskaftið á fætur öðru og nú stefnir það land hraðbyri í gjaldþrot líka.

Ef það er eitthvað sem læra má af þessu er það það að affarasælast er að hafa samfélag þar sem stjórnmálamenn hafa minnst völd, helst engin. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd er liðin tíð og foringjar hans búnir að vera, er spurning um að stofna stjórnmálaflokk sem raunverulega stendur fyrir frjálshyggju. Frjálshyggju sem með innbyggðri hörku sinni kemur í veg fyrir áföll sem þetta. Það er óásættanlegt að hér taki við þjóðfélag verðmætasóunar, mannauðssóunar og hreinnar flónsku sem einkennir þá sem aðhyllast sósíalísk viðhorf.


Við töpuðum

Hverju sem um er að kenna, lygum breskra kommúnista sem stjórna af fullkomnu getuleysi þar í landi, eða bjálfaskap íslenskra ráðamanna, er ljóst að við töpuðum og það illa.

Heitar kartöflur hrannast nú upp.


Útlitið afar dökkt í Bretlandi

Þrátt fyrir 50 milljarða punda meðgjöf og lækkun stýrivaxta heldur FTSE vísitalan áfram að lækka. Ætli þeir kasti öðrum 50 milljarða björgunarhring í sjóinn eða fari endanlega á hausinn?

Ég ráðlegg öllum breskum sparifjáreigendum að taka út sín pund og hlusta ekki á tal stjórnmálamanna. Aðgerðir þeirra eru ekki að skila neinum árangri enda gamlir kommúnistar sem hafa ekki hundsvit á fjármálum og geta einungis stjórnað í góðæri.

Ég hvet alla sem hafa jafn miklar áhyggjur og ég af Bretlandi að skrifa á enskar síður þau skilaboð að allir skuli taka sparifé sitt út áður en það verður of seint. Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því að hafa ekki gert allt sem í mínu valdi stendur.


Líttu þér nær stjórnmálamaður

Það fer ekkert á milli mála að stjórnmálamenn á borð við Brown eiga stærsta sök á vandanum. Í misskilinni viðleitni við að bæta hag almennings stóðu þeir fyrir lágum stýrivöxtum ríkisseðlabankanna og lánuðu fólki með litlar og engar tekjur fyrir húsnæði í gegnum ríkisrekna íbúðalánasjóði. Það er fasteignaverðsprengjan í hnotskurn. En munu þeir sæta ábyrgð? Auðvitað ekki, þeir reyna að slá ryki í augu almennings með prettum. Okkar er að sjá til þess að þeir sæti líka ábyrgð.
mbl.is Brown: Refsingar fyrir óhóf og ábyrgðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar ábyrgjast féð eða hvað?

„Unlike Icesave, Kaupthing's UK accounts were already covered by Britain's banking guarantee.“ Segir í annarri frétt í Guardian, þó er sama blað með frétt um að Lundúnaborg tapi fé vegna gjaldþrotsins.
mbl.is Lundúnaborg tapar nær 9 milljörðum á þroti Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 114003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband