6.10.2009 | 15:31
Ísland fordæmir kjúklingaslátrun
Allt Ísland, þar á meðal Grímsey, fordæmir kjúklingaslátrun í öllum löndum heimsins nema á Íslandi. Ísland er afar vonsvikið yfir þessari grimmúðlegu meðferð sem kjúklingarnir fá. Ísland telur sig vera í fullum rétti til að skipta sér af matvælaframleiðslu annarra landa og hvernig þær nýta auðlindir sínar. Kjúklingar eru Íslendingum hjartnæmir, á landinu er sérstakt landnámshænukyn sem dýrkað er og dáð fyrir tign, gáfur og fegurð.
Hvað stjórnmálamenn aðhafast er algjörlega á skjön við það sem almenningur í viðkomandi löndum gerir. Það sýndi sig í sumar þegar hvalveiðar voru auknar að ferðamenn streymdu til Íslands sem aldrei fyrr, metár! Þessi þrýstingur frá 26 löndum eru bara stjórnmálamenn að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Ég endurtek: Stjórnmálamenn að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við.
Það er engin ástæða fyrir litlu kjúklingahjörtun í stjórnsýslu Íslands að slá hraðar yfir þessu. Réttast er að senda þeim kurteislegt bréf þar sem fram koma áhyggjur af aðbúnaði kjúklinga í sláturhúsum.
Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Góður!!! (reyndar gæti ég skrifað undir textann, burtséð frá háði.)
Eygló, 7.10.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.