Leita í fréttum mbl.is

Nú ráðum við

Þótt það kosti þjóðina geysilegar upphæðir og aðrar fórnir sem ekki verða metnar til fjár, eru þeir sem nú stjórna þess sinnis að fyrst þeir séu nú komnir með völdin þá einfaldlega ráði þeir. Þeir vilja ekki sóa of miklum tíma í að hlusta á athugasemdir, til dæmis um Icesave. Við ráðum nú, þegi þú.

Þetta er að vísu ekki einskorðað við þá sem nú stjórna, heldur alla sem stjórna. Nema í þetta skiptið er valdakeflið eins og heit kartafla. Þrátt fyrir það leita þeir ekki ótilneyddir leiða til að ná breiðari samstöðu og minnka bilið milli þings og þjóðar, eða stjórnarandstöðu og stjórnar. Eru eins og fífl sem dansar á barmi hengiflugsins ómeðvitaður um hættuna.

Það er ekki lýðræðisástin sem rekur þetta fólk til að ná samningum við stjórnarandstæðinga, heldur nauður. Að öðrum kosti kæmu þeir málinu ekki í gegnum þingið. Gott er að hafa þetta í huga þegar „fulltrúar fólksins“, „lýðræðissinnarnir“ og hvað þær heita nú allar fjaðrirnar sem þeir skreyta sig með, bjóða sig næst fram til kjörs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ríkið, það er ég.

Ragnhildur Kolka, 21.8.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 114489

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband