15.5.2009 | 14:31
Loftleiðamynd: Frumleg, áræðin, sterk, vönduð og hnarreist
Ólafur Torfason kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2 fjallaði um Alfreð Elíasson og Loftleiðir í gær.
ALFREÐ ELÍASSON & LOFTLEIÐIR * * *
Ísland 2009. Ls: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson.
Sambíóin Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Selfossi.
1:56 klst.
Þessi líflega og flotta íslenska heimildamynd er eins og forkólfurinn og forstjórinn Alfreð Elíasson virðist hafa verið á sínum bestu árum, - frumleg, áræðin, sterk, vönduð og hnarreist. Rakin er sagan frá stofnun Loftleiða 1944 og fram yfir sameiningu íslensku flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags Íslands 1973. Flugsagan var drjúgur partur af Íslandssögu þessa tímaskeiðs. Áhrifamiklar eru upplýsingarnar um barninginn í byrjun og síðan uppganginn þar til Loftleiðir öfluðu meira verðmætis en togaraflotinn og réðu stórum hluta flugs yfir Atlantshafið. Sagan er heillandi og nýstárleg, hvort sem fjallað er um síldarflug, fyrstu almennu farrýmin eða flugfreyjur frá Bahama. Ræman er mjög fróðleg og handritshöfundurinn og leikstjórinn Sigurgeir Orri hefur ekki bara verið ötull og árangursríkur í söfnun myndefnis, kvikmynda og ljósmynda, - hann nýtir formið og möguleikana af krafti og hagleik. Ennfremur hefur honum tekist að ná verulega góðum og líflegum viðtölum við samferðafólk Alfreðs og Loftleiða. Slíkt tekst yfirleitt varla nema til komi þekking og yfirsýn og þegar trúnaður og traust ríkja á báða bóga. Þetta eru dýrmætir vitnisburðir. Það styður líka útkomuna hve mikill húmor er í nálguninni þegar það á við. Saga Loftleiða og frumherjanna í fluginu er sterkur liður í sögu þjóðarinnar, byrjunarkaflarnir spanna einmitt tímann meðan þjóðin var að fyllast sjálfstrausti og krafti. Föst skot á nafngreinda einstaklinga vegna sameiningar flugfélaganna og einnig innávið varðandi rekstur félagsins, koma nokkuð á óvart en eru kannski í hinum hrjúfa anda sem einkennir oft baráttufólk sem talar tæpitungulaust.
John McClean, sem er flugmaður sem staddur er hér á landi nú um stundir, hafði þetta um myndina að segja:
The enterprising nature of the Icelanders in general and Alfred Eliasson in particular shone through in your film and hopefully will get Iceland over the present worldwide economic difficulties.
Áhugaverð ummæli hjá John, vegna þess að við sem Íslendingar sjáum etv. ekki sjálf okkur nógu vel. Við erum kannski í eðli okkar meiri útrásarvíkingar en aðrar þjóðir. Við erum alltént afkomendur manna sem voru áræðnir og djarfir; sem lögðu út á opið haf í leit að betra lífi.
Fróðlegt verður að heyra ummæli fólks í Bandaríkjunum og Evrópu sem þekkir til Loftleiða þegar það sér myndina. Ég veit að margir furðuðu sig á því að Loftleiðir, þetta farsæla fyrirtæki, skyldi vera lagt niður og nafni þess breytt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.