Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð við Loftleiðamyndinni

Það er sannarlega ánægjulegt hve myndinni um Alfreð Elíasson og Loftleiðir hefur verið vel tekið. Hér er samantekt á því sem sagt hefur verið og skrifað um hana sem ég veit um.

María Margrét Jóhannsdóttir gaf henni 3,5 stjörnur af 4 mögulegum á kvikmyndir.com undir titlinum: Afskaplega vel unnin.

Jón Valur Jensson ofurbloggari fjallaði ítarlega um myndina á bloggi sínu undir titlinum: Alfreð Elíasson og Loftleiðir: ótrúlegt ævintýri.

Hún fær „fullar 4 stjörnur“ af 5 í Popplandi hjá Guðrúnu Helgu Jónasdóttur á Rás 2. Hér eru nokkur af ummælum hennar: „Ævintýraleg frásögn, myndin er dýrðleg.“ „Rennur mjög ljúft ofan í áhorfandann. Tónlistin er algjörlega frábær.“ „Gleðinnar mynd sem á erindi til allra í dag.“

Eiríkur Jónsson, blaðamaður bloggaði um myndina undir titlinum: Loftleiðir og Evrópusambandið!

Fréttavefurinn Eyjar.net segir frá myndinni, en Loftleiðir voru brautryðjendur að flugi til Vestmannaeyja.

Dagfinnur sláandi líkur Clint Eastwood!

Hér er umsögn ónefnds fyrrum áhrifamanns í viðskiptalífinu (vil ekki nefna nafn hans að honum forspurðum):

„Myndin er hreint út sagt frábær, hvetjandi, uppörvandi, bráðfyndin, Dagfinnur er sláandi líkur Clint Eastwood, gagnasöfnun og framreiðsla mjög góð, hroðalegt að hugsa til þess að Alfreð sat allan tímann með Quisling innanborðs, lýsingin á matinu ótrúleg, Loftleiðahótelið og skrifstofubyggingin færð niður um 35% frá brunabótamati, en skúrar Flugfélagsins færðir upp um 50% frá brunabótamati, Goodwill Loftleiða metinn á NÚLL, og svo að sjá menn eins og S.H. og H.S. notfæra sér veikindi Alfreðs til að troða sér í æðstu stöður út alla ævina, myndin þvílíka átakanlega sorgleg.

Ömurlegt að vara minntur svona óþyrmilega hvernig lífið var á Íslandi undir Kolkrabbanum.“

Áhrifamikil mynd

Önnur umsögn stjórnmálamanns sem nýlega hætti afskiptum af stjórnmálum:

„Þetta er áhrifamikil mynd. Og ekki bara fyrir okkur sem erum með meðfætt LL-merki inni í sálinni. Myndin flytur merkilega sögu sem er mikilvægur þáttur í nútímasögu Íslendinga - og hún flytur líka áhrifamiklar persónulýsingar og alvarlega áminningu. Myndin af einum besta syni fósturjarðarinnar er ógleymanleg. Ég er innilega þakklátur fyrir að fá boð að sjá þessa mynd.“

Skellt á mig!

Skondin frásögn ónefndrar vinkonu minnar (ég þekki foreldra hennar ekkert):

„Hringdi heim [frá útlöndum] um daginn og í fyrsta skipti á minni 35 ára ævi, skelltu foreldrar mínir á mig.  Heyrði bara....við erum að horfa á loftleiða...og svo koma bara sónninn.  Hélt kannski að línan hefði slitnað og hringdi aftur, en þá var ekki svarað.  Daginn eftir var mér tilkynnt að þau voru að horfa á Loftleiða myndina þína og fannst hún svona helvíti góð.  Héldu smá boð í kringum þetta og þar voru drykkir, konfekt og snittur, en fólkið var svo hugfangið af myndinni að ekkert fór af veitingunum.  Til hamingju með þetta Orri minn, ég hlakka mikið til að fá að sjá þessa mynd!“

Frábærar viðtökur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þetta eru glæsilegar umsagnir. Ég þarf greinilega að fara að sjá myndina.

Neddi, 15.5.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurgeir Orri: -  ég get ekki látið hjá líða að senda þér mínar hjartanlegustu hamingjuóskir með þetta kvikmyndaafrek. Ég sat í tvo klukkutíma í eftirmiðdag í Kringlubíó og get fullyrt að ég naut hverrar einustu mínútu.

Á undraverðan hátt tókst þér að fanga þennan "pioneering spirit" sem einkenndi þessa fyrstu útrásarvíkinga Íslands. Anda sem einkenndist af hugkvæmni og ástríðu frekar en þessari minnimáttarkennd og græðgi sem við höfum horft upp á undanfarin ár.

Blandan af samtölum, fréttaskotum og gömlum kvikmyndabútum var í fullkomnum ballans og hitti beint í mark. Tónlistin náði anda tímabilsins og dramað sem leiddi til endalokanna var hápunktur myndarinnar og náði að fullkomna spennuna sem opnunarsenan, með flugvélum í krossflugi, vísaði veginn til.

Ég ætla ekki að fjölyrða um það upplýsingagildi sem myndin hefur, en ég sem minnist þessa tímabils varð margs vísari í þessari bíóferð.

Haldirðu áfram á þessari braut ættirðu að hugleiða að gera kvikmynd um annan brautryðjanda frá þessum tíma, sem reyndar var einn viðmælandinn þinn í myndinni, Guðni Þórðarson, löngum kenndur við Sunnu. Ævisögur eru ekki á forgangsleslista mínum, en saga Guðna lýsir samskonar baráttuanda og sköpunarkrafti eins og Alfreð og félagar bjuggu yfir.

Á þessum tímamótum, þegar við segjum skilið við taumleysið og græðgina er gott að hafa minningar um menn eins og Alfreð og strákana sem tóku þátt í ævintýrinu án þess að gera sér rellu út af tímakaupinu. "Suggest crew takes rest period aboard aircraft" er ein af þessum ógleymanlegu setningum sem eiga eftir að halda minningu um Loftleiðir á lofti um ókomna tíð.

Kærar þakkir fyrir skemmtunina.

Ragnhildur Kolka, 16.5.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kærar þakkir kæra Ragnhildur!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.5.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Varðandi Guðna í Sunnu, var ég einmitt búinn að stinga því að honum að það væri góð hugmynd að gera mynd um hann. Hann tók vel í það, síðast í tölvupósti frá því í vikunni! Kosturinn við Guðna er sá að hann tók helling af ljósmyndum og það sem etv er mikilvægast: Kvikmyndir. Hver veit, hver veit.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.5.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 113998

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband