24.4.2009 | 17:30
Spurningunni svarað
Fyrir nokkrum vikum spurði Vefþjóðviljinn í sakleysi sínu hver hefði fengið mest í sinn hlut vegna hinna óréttlátu eftirlaunalaga. En fátt varð um svör. Fjölmiðlar sem áður höfðu argað og gargað og hamast eins og naut í flagi vegna þessara óréttlátu sjáftökulaga, vissu ekki svarið eða kusu að þegja. Ósóminn eins og lögin voru kölluð voru harðlega gagnrýnd af mörgum, ekki síst Vinstri Grænum. Nú er sem sagt búið að svara spurningunni. Maðurinn á myndinni í auglýsingunni sem birtist hér í óþökk miðlægs kosningastjóra ákveðins flokks er eftirlaunagreifinn. 15 millur takk.
Myndin tengist fréttinni ekkert.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Steingrími Joð er augsýnilega á því að skammta beri upplýsingar til almúgans. Eftirlaunalögin og AGS samningurinn eru bara byrjunin.
Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.