23.4.2009 | 22:37
Lýðræðisást
Ég ók í 3 tíma og greiddi 18 dali fyrir atkvæðin okkar 2. Ef þetta er ekki ást á lýðræðinu veit ég ekki hvað.
Þótt ég hafi hugleitt það að skila auðu, virkar það eitthvað svo heimskulegt að aka alla þessa leið til þess eins að skila auðu. Þannig að ég gerði það ekki. Etv. hefði ég skilað auðu ef ég hefði getað labbað í rólegheitunum á kjörstað. Hm...
Varðandi ESB þá tek ég Loftleiðir til fyrirmyndar. Þeir voru aldrei með í samtryggingarbandalagi IATA (Alþjóðasamtökum flugfélaga) og högnuðust á því. Gátu ráðið verðum á flugmiðum sjálfir og samlokustærð. Við Íslendingar eigum að vera utan við samtryggingarbandalag ESB og hagnast á því. Heimurinn er okkar markaðssvæði, við eigum ekki að glápa eins og hauslausar hænur til Evrópu.
Skrifaðu nú fíflið þitt var einu sinni lína í bréfi ef ég man rétt.
Myndin tengist fréttinni ekkert.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég er ánægður með þig Sigurgeir þó svo að ég vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.
Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:40
Og þú kaust að sjálfsögðu Borgarahreyfinguna, er það ekki.
Neddi, 24.4.2009 kl. 08:12
Það er mikið á sig lagt. Ég treysti því að þú hafir kosið rétt.
Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.