7.2.2009 | 15:11
Allt hrundi eftir að kona varð utanríkisráðherra
Mig grunar að þessu sé öfugt farið: Minnkandi testosterón í umferð leiddi til hörmunganna sem við nú upplifum. Þetta er álíka vitlaus ályktun og sú hjá Tímanum breska.
Ég myndi hvað sem öðru líður ekki afskrifa testosterónið alveg strax.
![]() |
Öld testósterónsins lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Einmitt, það var ekki karlmönnunum sem stýrðu íslensku bönkunum, seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu eða ráðuneytunum að kenna, heldur tjahh eiginkonum þeirra þá...?
Ef að bönkum, fjármálastarfsemi og Alþingi hefði verið stýrt af konum væri ástandið kannski ekkert stórkostlegt. En það væri alveg örugglega ekki jafn stórkostlega hræðilegt og það er í dag, það er alveg pottþétt.
Ragnar (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:42
Bábiljur eru lausnarorð dagsins í dag og nú þykist enginn hafa látið stjórnast af hjarðeðlinu.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2009 kl. 15:52
Ég verð nú að segja að mér finnst þessi færsla jafn vitlaust og flestar sem eru að koma um þessa frétt.
hefur fólk einhver rök fyrir því að kyn ráðamanna hafi þessi áhrif á hvernig lönd eru rekin? ekkert virðist benda til þess, og flest rökin virðast vera á þá leið að segja "flest slæmt sem hefur gerst í heiminum hefur verið gert undir stjórn karlmanna" meðan fólk horfir fram hjá því að það er auðvitað því að lang flestar stjórnunarstöður í söguni hafa verið skipaðar karlmönnum.
sérstaklega áhugavert er að sjá hvað margir feministar tala um þetta, því að var ekki alltaf tilgangurinn með kvennréttindahreifinguni að fá jafnrétti og reyna að útrýma fordómum? og hvað er það annað en fordómar að tala stanslaust um hin ægilegu "karllægu" gildi og hin heilnæmu "kvennlægu" gildi? er það ekki meira til að ýta undir að fólk sé dæmt eftir kyni sínu heldur en að það setji fólk á jafnann kjöl?
hvað með að hætta þessum ríg og þessu kjaftæði og segja bara besta manneskjan í verkið, hvers kyns sem hún er, og hætta að láta eins og að kynjahlutfallið í ríkisstjórninni sé það sem skyptir máli.
Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:37
Tek undir með Smára. Hæfni á að ráða för en ekki annað.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.2.2009 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.