23.1.2009 | 07:33
Gátan um jólatréð leyst
Ég man hvað ég hló að Dave Allen þegar hann gerði grín að þeim sið að taka árlega afskorið tré inn í stofu og skreyta það. Hef alltaf furðað mig á þessu, en tekið þátt engu að síður, enda jólabarn. Um daginn fékk ég skyndilega einskonar vitrun, áttaði mig á því hvers vegna þetta er gert. Jólin eru sólstöðuhátíð þar sem því er fagnað að daginn er tekið að lengja á ný. Jólatréð, eða sólartréð, er vitaskuld tákn þess að brátt tekur gróðurinn við sér og trén laufgast. Jólatréð er hrísla sem tekin er inn í hús og laufguð með skrauti. Jólaserían og kúlurnar eru tré í skrúða með ávöxtum. Auðvitað! Að ég skyldi ekki átta mig á þessu fyrr!
Eðliegast er að taka lauflausa hríslu og skreyta, en grenitrén eru líka falleg. Ég fyrir mitt leyti fagna hækkandi sól engu minna þótt skeggjaður maður í skikkju ráfi um í veislunni. Sagan af honum er skemmtilegur spuni utan á sólstöðuhátíðina.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Skemmtilegar pælingar hjá þér séra Sigurgeir. Sólartré er fallegt orð yfir tré almennt. Greinilegt að sólin skín á kollinn á þér þessa dagana.
Svavar Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 17:54
Já, en! Þarf ekki að grisja?
Viltu líka skýra þetta betur út, ef þú nennir:
"Ég fyrir mitt leyti fagna hækkandi sól engu minna þótt skeggjaður maður í skikkju ráfi um í veislunni"
Minn skilningur er ekki klár. Finnst þú hafir gleymt einu orði...
Mér líður virkilega illa útaf þessu. Ég verð að segja það.
Eygló, 23.1.2009 kl. 22:51
Skeggjaði maðurinn í skikkjunni er sá maður sem gleymt hefur afmælisdegi sínum en heldur að hann sé um þetta leyti.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.1.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.