20.1.2009 | 19:57
Blandað hagkerfi að hætti Wade
Í viðtali um daginn lýsti Robert Wade þeirri skoðun sinni að affarasælast væri að hafa blöndu af opinberum rekstri og einkarekstri í bankakerfinu. Hann hefur þá væntanlega ekki verið að meina þá blöndu sem var til skamms tíma á Íslandi. Vill trúlega hafa hana enn sterkari en kerfi þar sem ríkis-íbúðalánabanki keppir við einkabanka um fasteignalán og lánar líka einkabönkum til fasteignalána með tilheyrandi verðblöðru. Í gömlu blöndunni var einnig ríkis-seðlabanki sem bar ábyrgð á einkabönkunum (hvað svo sem bankastjórnin fullyrti. Hvort það var ríkið sjálft eða seðlabanki þess sem var bleyjan er aukaatriði) og hagstýrði þeim eftir bestu samvisku. Ekki þannig kerfi segir Wade. Meira ríki og minna einka eru skilaboð hans.
Wade er á villigötum hvað þetta snertir. Vegir hrunsins á Íslandi liggja allir um ríkisstofnanir, íslenskar og erlendar. Bandarískir afglapar við stjórnvölinn komu á kerfi sem lánaði án ábyrgða og aðrir afglapar útbjuggu ábyrgðalausu lánin svo úr garði að enginn áttaði sig á að þau voru rusl, ekki einu sinni sprengmenntuðustu sérfræðingar á hæstu launum heims. Enn aðrir afglapar lækkuðu vexti úr öllu hófi svo offramboð varð á lánsfé. Íslenskir ríkisstarfsmenn virtust halda að Ísland væri í eigin sólkerfi með eigin lögmál og hækkuðu vexti svo almenningur sneri sér til útlanda eftir lánum og fjárspekúlantar græddu á vaxtamuninum. Háu vextirnir höfðu tvær alvarlegar afleiðingar: Erlend lán með gengisáhættu og stórkostlegt innstreymi gjaldeyris sem hlaut að vilja burt aftur með tilheyrandi hruni.
Lærdómurinn sem draga má af þrengingunum núna er sá að heppilegast er að hver og einn beri ábyrgð á sínum gerðum. Því fleiri sem það gera, því minni líkur á kreppu. Þetta ætti Wade að vera búinn að gera sér grein fyrir. En líklega er hann einn af þeim sem sjá rautt þegar minnst er á frjálshyggju vegna þess að frjálshyggjan er annað orð yfir ábyrgð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Lærdómurinn sem við berum af þessum þrengingum er að Samfylkingin stendur ekki í vindi. En við þurftum nú varla kreppu til að segja okkur það. Enda hefur helsta kjörorð hennar frá upphafi verið "Leitum skjóls í Brussel.
Miðað við áhuga fjölmiðla og vinstrimanna (hér hefði líklega dugað að segja vinstrimanna) á þessum pempíulega níðnagg, Robert Wade, mætti ætla að aðrir álitsgjafar existeri ekki. Þó má nefna til tvo vinstrimenn sem samfylkingarfólk hefur gjarnan nuddað sér utan í; þá Paul Krugmann og Göran Person sem alger þögn ríkir um þessa dagana.
Hvað skyldu þeir nú hafa sér til sakar unnið?
Ragnhildur Kolka, 21.1.2009 kl. 21:59
Flottur Icesave-bolurinn. Skyldi maður rifinn á hol ef maður mætti í honum á almannafæri?
Ragnhildur Kolka, 21.1.2009 kl. 22:02
Aldeilis ekki, þú verður verður rifin á bol ef þú mætir í honum niður á Austurvöll.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.1.2009 kl. 17:46
Og var það "ábyrgð" af stjórnvöldum að slaka svo rosalega á reglunum að menn máttu orðið hvað sem er og komust upp með það? Og var það "ábyrgð" að Fjármálaeftirlitið þurfti ekkert að gera vegna þess að það mátti orðið gera hvað sem var í fjármálageiranum, það var allt löglegt sama hversu bíræfið það var? FME menn voru því orðnir klappstýrur og hvatningaraðilar frekar en eftirlitsaðilar, ef þeir opnuðu munninn með gagnrýnistón voru þeir bara að tala gróðærið niður. Var það kannski líka "ábyrgð" af stjórnendum einkavæddu bankanna að spila svona fjárhættuspil eins og Icesave og kaupréttarsamninga innan bankanna og glórulausar áhættufjárfestingar og fleira og fleira. Það er alveg með ólíkindum að það sé hægt að finna þann flöt að hrunið hafi verið ríkisstarfsmönnum að kenna en ekki gráðugum fjárglæframönnum sem voru komnir út úr öllu korti í útrás og hamslausri græðgi í skjóli regluleysis. Þeir voru orðnir hættulega valdamiklir og stjórnuðu allri umræðu og öllu áliti. Það er búið að sanna það rækilega að svona reglulaust og óheft kerfi gengur ekki, það mun alltaf sigla í strand með þeim afleiðingum sem við sjáum nú. Það þarf meira jafnvægi, það sér hver heilvita maður.
Guðmundur Bergkvist, 23.1.2009 kl. 10:01
Ég held þú sért aðeins að misskilja Beggi. Ég hef aldrei kynnst ábyrgð án ábyrgðar. Það voru afglöp af stjórnvöldum að selja bankana með ábyrgð.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.1.2009 kl. 15:46
Umhugsunarvert er að rifja upp og muna að fjármálastarfsemi er ein reglugerðaþyngsta atvinnustarfsemi hagkerfisins. Svo reglugerðaþung að samkeppni er í raun gerð útilokuð. Svo reglugerðaþung að þegar reglur voru uppfylltar (allskyns lágmörk á hinum og þessum fjárhlutföllum) þá blástimplaði ríkið bankana sem "trausta" og frábæra og allir reglugerðasinnarnir kokgleyptu.
Guðmundur Bergkvist, hvað kallar þú "regluleysi"?
Þetta? http://andriki.is/default.asp?art=07012009
Geir Ágústsson, 26.1.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.