10.12.2008 | 23:23
Icesave Poncho
Egozentric®© París, Mílanó, Róm, Aþena, Tokyo hefur ekki farið varhluta af kreppunni sem skollin er á. Ekki svo að hönnunarstofan hafi gert axarsköft svo neinu nemi, en margir af bestu viðskiptavinunum voru fyrirtæki sem nú eiga í lítilsháttar erfiðleikum og geta af þeim sökum ekki greitt fyrir þjónustu Egozentric®©. Ekki er ætlunin að kvarta undan eigin óláni heldur finna leiðir til að græða á óláni annarra.
Íslenskir bankamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, vita hvað það rignir mikið í London. Því hefur Egozentric®© ákveðið að markaðssetja á Bretlandseyjum, á hlægilegu verði, Icesave ponchoið sem hannað var sérstaklega fyrir viðskiptavini Icesave til að halda þeim þurrum í suddanum. Þeim hefur víst fækkað eitthvað, en almenningi hefur ekkert fækkað og hann virðist geta tekið á sig ótrúlegustu skuldir, svo eitt poncho ætti ekki að setja neinn á hausinn.
Icesave poncho. Litur: Gulur. Ein stærð passar á alla (líka Sigurjón digra). Ekki rigna niður í suddanum í London. Vertu keikur og þurr og gakktu um heimsborgina vel varinn. Tengdu þig við mikinn gróða og mikinn auð og mikla ávöxtun. Icesave ponchoið kostar aðeins 9990 krónur. 1% af sendingarkostnaði rennur óskiptur til Fjármálaeftirlitsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.