Leita í fréttum mbl.is

Traustið á krónunni

Vefþjóðviljinn fjallaði um daginn um aðila sem tóku myntkörfulán og ályktaði svo:

„Það er eiginlega ekki hægt að sýna gjaldmiðli lands meiri virðingu og traust en að taka erlend lán til að kaupa lóðarskika í landi gjaldmiðilsins og byggja hús á honum. Þeir sem kaupa tæki og tól fyrir erlent lánsfé eiga þó þann kost að selja dótið aftur úr landi fyrir erlenda mynt en lóð og hús verða varla flutt úr landi.“

Hvernig er hægt að komast að þessari niðurstöðu? Þeir sem tóku myntkörfulán voru alls ekki að sýna krónunni virðingu. Þeir voru að hafna henni. Eina sem þeir gerðu ekki ráð fyrir var að krónan dræpist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, með því að taka myntkörfulán eru menn jú að sýna að þeir trúi því og treysti að krónan eigi eftir að styrkjast eða erlendi gjaldmiðillinn að veikjast - þá þurfa þeir að borga færri krónur til baka.

Minnir óneitanlega á góðkunnan frasa, "rétt ákvörðun miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma.

Ingvar Valgeirsson, 29.11.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er ekki rétt hjá þér Valgeir. Við reiknuðum út hvað krónan mætti veikjast mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum og miðuðum við gengi síðustu 15 ára minnir mig. Krónan mátti veikjast mjög mikið til að það borgaði sig að velja íslensku, verðtryggðu lánakrónuna fram yfir myntkörfulán. Hún mátti bókstaflega hrapa en samt væri hagstæðara að taka erlent lán. Þetta snerist ekki um gengisgróða eða slíkt. Að krónan dræpist var ekki tekið með í reikninginn, eins og áður sagði. Í okkar tilfelli og eflaust flestra annarra var reiknisdæmið einfalt: Verðtryggða krónuræksnið var of dýrt. Henni var hafnað á þeim forsendum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.11.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrirgefðu, Ingvar Valgeirsson!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.11.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband