Leita í fréttum mbl.is

Vondur dagur

Sorglegasta fyrirsögn í heimi

Mikið var sorglegt að sjá forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Víðtæk gjaldeyrishöft! Mér er svo niðri fyrir að ég vill helst ekki skrifa neitt. Það er etv. táknrænt fyrir þessi lög að þau hafi verið samþykkt í skjóli nætur. Er virkilega ekki hægt að gera þetta á daginn? Er svona mikið að gera hjá Alþingi? Það hefur yfir sér einhvern lúðablæ að samþykkja þetta grútsyfjaður og dómgreindarlaus klukkan fimm að morgni. Ekki bara lúðablæ, heldur líka skuggalegan blæ, eins og það sé verið að gera eitthvað sem þolir ekki dagsins ljós.

Sjónarmið um að stokkað verði upp í ríkisstjórn og stofnunum eiga fullan rétt á sér. Ríkisstjórnin virðist ekki gera sér grein fyrir að hún ber ábyrgð á þjóðarskútunni. Við vorum sofandi og því er strandið ekki okkur að kenna, segja þeir. Það væri einnig pólitískt klókt að einhverjir segi af sér, þó ekki væri nema ráðuneytisstjórar sem grunur leikur á að hafi nýtt sér innherjaupplýsingar og selt hlutabréfin sín. Afsögn er ekki endanleg. Menn sem það gera standa jafnvel sterkari eftir. Afsagnir myndu róa reiðina í þjóðfélaginu. Sjá ráðamenn þetta virkilega ekki?

Gjaldeyrishaftalögin bera með sér að nú eigi að herða enn kverkatökin á þjóðfélaginu. Munið að vandinn nú er tilkominn vegna hávaxtastefnunnar sem leiddi af sér krónubréf eða jöklabréf og skapaði falskt velmegunaröryggi. Þeir sömu og settu þá heimóttarlegu stefnu ætla nú að „bjarga“ okkur með enn einni stefnunni, einangrunar- og gjaldeyrishaftastefnunni.

Það minnir mig á að ég ætla að lesa bókina hans Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Þessi grein fær 10, algjör snilld. Það getur enginn átt kröfu á sjálfan sig annað en að standa á sínu. Þingmenn og aðrar rolur láta undir höfuð leggjast að skapa nýjar áætlanir sem bresta, og þeir brutu. Er það vegna launaöryggisins sem þeir hafa???? Og þora ekki að segja af sér?? Að þora ekki að skapa nýjar áætlanir í stað þeirra sem þeir gátu ekki fylgt eftir. Upp til hópa á þetta á ekki að vera neitt annað en afsögn, enda trúi ég að það verði raunin, mér sýnist vonleysi og þreyta komin í þetta þingrugl. Ég geri ráð fyrir því að Geir Harði bjóði sig ekki fram á næsta landsfundi. En til að ljúka þinni góu grein, þá orðaðivið mig fyrir mörgum árum, gamall bóndi úr Mýrdalnum framferði pólitíkusa á tímum ljósberans (Tímans) á skemmtlegan hátt, e-h á þessa leið. " Menn sem gera aldrei neiit gera ekki mistök, Mistök gerast líka þó menn geri ekki neitt.

Svavar Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Svavar skrifaði: "Ég geri ráð fyrir því að Geir Harði bjóði sig ekki fram á næsta landsfundi."

Mikið vona ég að þetta sé rétt hjá þér, með fullri viðringu fyrir Geirunni. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að tefla fram alveg nýrri forystu, og endurnýja verulega framboðslistana. Sem hægrimanni fynnst mér ömurlegt að hofa uppá þetta.   

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband