26.11.2008 | 23:32
Fjölmiðlar, netið og eignarhald - viðbót
Það var eitt sem ég gleymdi á rökstólunum við sjálfan mig um fjölmiðla og eignarhald sem er netinu í óhag: Á hefðbundnum fjölmiðlum eru blaðamenn að störfum sem ættu að geta kafað í málin og rannsakað þau (það er að vísu undir hælinn lagt). Netið hins vegar hefur hærra hlutfall frístundablaðamanna eins og ég er, þannig að segja má að það sé meira álitsgjafafjölmiðill frekar en rannsóknarblaðamennskufjölmiðill. Á hinn bóginn má segja að margir frístundablaðamennirnir leggi meiri vinnu í rannsóknir sínar en atvinnublaðamenn. Margar vefsíður bera þess merki.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Einhverjir blaðamenn virðast líka leita í bloggsíður sem heimildir - kannski skárri heimildir en sumt annað...
Ingvar Valgeirsson, 27.11.2008 kl. 10:31
Eignarhald fjölmiðla er einmitt stóra málið. Þegar það er ekki lengur forgangur blaðamennsku að upplýsa heldur að auglýsa tapast traust.
Fríblöðin fluttu skyndibitahugarfarið inn í blaðamennskuna. Auglýsingargildið varð alsráðandi og gerði að verkum að fréttagildið flattist út. Mogginn er núna að gera sitt besta til að snúa aftur í dýpri umfjöllun en í millitíðinni tapaði hann trúnaði og þar með lesendum.
Í leit sinni að lesendum hefur hann veðjað á fólk sem hvorki treystir Mogganum né tímir að borga fyrir vinnuna sem að baki fréttaöflun býr. Afleiðingin er að Moggann er í limbo.
Við verðum því bara að halda áfram að afla okkur frétta á netinu og stunda okkar frístundablaðamennsku. Eða láta það vera.
Ragnhildur Kolka, 27.11.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.