17.11.2008 | 20:47
Voru neyðarlögin mistök?
Var nauðsynlegt að reka fingurinn framan í alþjóðasamfélagið með neyðarlögunum? Var nauðsynlegt að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni? Hefði ekki mátt varpa fram efasemdum um ábyrgð ríkisins og leggja dómstólaleiðina til án þessa æsings?
Mætur maður (Tóti) lýsti lagasetningunni svona: Fyrst nauðga ég mömmu þinni og svo bið ég þig um lán.
Alþjóðasamfélagið í heild sinni er á þeirri skoðun að íslensk stjórnvöld hafi haft rangt við og þess vegna lagst gegn því að Imf lán fengist afgreitt nema dregin væri til baka þessi mismunun á innistæðueigendum eftir þjóðerni.
Hversu mikið tjón hefur þetta valdið okkur? Ómældu. Hver ber ábyrgðina? Stjórnvöld.
Afnám réttarríkisins (þar sem allir eru jafnir fyrir lögum óháð þjóðerni) er trúlega einhver mesta skissa sem gerð hefur verið í sögu landsins. Orðstír okkar hefur beðið hnekki. Með þessari heimóttarlegu gjörð skipuðum við okkur á bekk með mestu ídíótalöndum heims.
Eða hvað, ég veit það ekki. Var þetta etv. rétt og nauðsynlegt?
Útúrdúr 1:
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður er trúlega vitrasti maður (eftirá) sem Ísland hefur alið. Hann hlýtur að vera moldríkur fyrst hann sá þetta allt svona kristaltært fyrir. Gjaldeyrissjóður hans er ábyggilega digrari en Egill Helgason getur nokkru sinni látið sig dreyma um.
Útúrdúr 2:
Færði rúmið um helgina, nú snýr gaflinn í suður en sneri í norður áður. Á eftir að mála herbergið. Það verður blátt. (Þegar ég les þetta eftir 100 ár, þá mun þessi málsgrein færa mig á stað og stund.)
Útúrdúr 3:
Myndi þetta ekki kallast póstmódernísk greinaskrif?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Var rétt að fara inn í Glitni?
Það panikkeruðu allirog mörg mistök voru gerð sem eru okkur allt of dýr
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 20:55
Burstaði í mér tennurnar í morgunn með nýja tannburstanum, fór í öfuga skyrtuna, drakk hálfa Rommflösku áður en ég fór til vinnu til að auðvelda mér að komast í gegnum daginn.
Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.