12.11.2008 | 11:28
Öllu á botninn hvolft
Nú er búið að hvolfa öllu á botninn sem hvolft verður og þá kemur trausta efnahagsstjórnin sterk inn. Það er jú stærsta velferðarmálið og aldrei stærra en einmitt núna. Það er etv. ekki sanngjarnt að fara fram á trausta efnahagsstjórn af mönnum sem hafa gloprað öllu út úr höndunum á sér sem gloprað verður.
Worst case scenario í öllum málum er niðurstaðan. Til hamingju með það. Og enn eykst óvissan á tímum þegar óvissa er það sem þjóðin þarfnast hvað síst.
Afgreiðslu umsóknar frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Er Geir að bíða eftir lestinni?
Mér líður (og mörgum öðrum) eins og ég þegar ég var í útlöndum og beið eftir lest en vissi ekki hvort hún væri rétt ókomin eða nýfarinn.
Benedikt Halldórsson, 12.11.2008 kl. 12:07
He he, hann er að minnsta kosti ekki að hugsa um hagstjórnina, það er ljóst.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.11.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.