Leita í fréttum mbl.is

Hræðsluáróðurinn

Þegar lagt er til að krónunni verði skipt út fyrir annan gjaldmiðil, td. evru, án þess að ganga í Tolla-, skrifræðis- og miðstýringarbandalag Evrópu, er viðkvæði Tsm-sinna að það gæti kallað yfir okkur andúð. Enginn spyr hvort Svartfellingar hafi fengið yfir sig andúðargusu þegar þeir tóku upp evruna. Var það tilfellið? Ekki veit ég til þess. Og ef evran er svona viðkvæmt mál, þá liggur beinast við að nota dali í viðskiptum á Íslandi. Ekkert er því til fyrirstöðu, mörg ríki utan Bandaríkjanna nota dalinn í viðskiptum og vegnar vel og hafa ekki uppskorið reiði neins. Öðru nær: Bandaríkin fagna því að ríki noti gjaldmiðil þeirra.

Sumir eru svo heiftúðugir Tsm-sinnar, að þeir setja sig upp á móti því að evran verði tekin upp af hræðslu við að þá þurfi landið ekki að ganga í Tsm. Það er hræðilegt vegna þess að það kallar hörmungar yfir þjóðina. Ég trúi ekki að þeir vilji bera ábyrgð á því. 

Íslenska krónan er gömul hugmynd, leifar af sjálfstæðisbaráttunni. Sjálfstæð þjóð með eigin gjaldmiðil og eigið hagkerfi; allt sem þarf í gott leikrit (verkföll, verðbólga, hagstjórn, samningar, þjóðarsátt). Vandamálið er að þjóðin hefur alla tíð verið í blekkingarleik við sjálfa sig. Krónan hefur aldrei verið raunverulegur gjaldmiðill, því hún hefur ekki gert annað en tapa verðgildi sínu. Frægar eru sögur af lömbum sem urðu að einum sviðakjamma eða minna á bankabókum. Til að lappa upp á þetta æpandi misræmi var búin til ný króna: Verðtryggða krónan. Verðtryggða krónan var lánakrónan, óverðtryggða krónan var launakróna sem látin var falla eftir hentugleika með tilheyrandi kjararýrnun.

Íslendingar þurfa ekki og geta ekki staðið í þessum blekkingarleik við sjálfa sig lengur. Við getum alveg lagt niður krónuna og tekið upp dalinn án þess að tapa sjálfsvitundinni. Með alþjóðlegan gjaldmiðil í alþjóðlegum heimi, koma erlend fyrirtæki miklu frekar til Íslands, bankar sem og önnur fyrirtæki. Eins og kunnugt er hefur flöktandi krónan ávallt verið ókleifur þröskuldur fyrir landnámi erlendra fyrirtækja á Íslandi. Eina sem við missum er tálsýnin, sú ranghugmynd að hér geti þrifist samfélag með eigin gjaldmiðil með tilheyrandi „hagstjórn“ sem ALDREI í sögu lýðveldisins hefur gengið upp. Rétt er það, hugsanlega verður hér meira atvinnuleysi þar sem gjaldmiðillinn endurspeglar ekki verðmætasköpun í landinu. Ég tel þó að kostirnir við dalinn vegi upp á móti atvinnuleysishættunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er líka hægt að tileinka sér réttan grundvöll til að skilja sveiflukenndan veruleikann og láta fátt koma sér á óvart!

Skrifað árið 2005:

http://www.mises.org/story/1804

"In the medium term, a strong rise in real interest rates and/or falling confidence in America will trigger a recession there which will spread throughout the world in the form of falling exports to America, both because of the direct reduction in demand created by the recession and the indirect effects of a falling dollar and possibly outright protectionist measures. This will add to and aggravate the domestic problems in the rest of the world."

Geir Ágústsson, 13.11.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Maður er búinn að vera á námskeiði í hagfræði undanfarið og ýmislegt hefur runnið upp fyrir manni sem maður velti ekki fyrir sér áður. Það má segja að sé kosturinn við kreppuna, maður lærir meira.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.11.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Sammála þér, en það eru kostir og ókostir við allt í stöðunni. Dollarinn er auðvitað ekkert æðislegur frekar en Evran. En ef við ætlum að taka upp Dollar, verðum við þá ekki að vera partur af Hernaðar, yfirgangs og alræðisvaldsbandalaginu HYA, stundum nefnt USA og spila eftir þeirra reglum í einu og öllu?

Guðmundur Bergkvist, 14.11.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þú þarft nú aðeins að kynna þér málin betur Beggi. Það eru mörg ríki utan Bna sem nota dali, fyrir utan öll þau viðskipti sem eiga sér stað í dölum algerlega án þess að þau komi þar nærri. Þú getur hætt að agnúast út í Bna, Bush er á leiðinni út.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.11.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 114016

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband