Leita í fréttum mbl.is

Vantraustið er mikill vandi

Nauðsynlegt er að draga sem mest úr vantrausti milli stjónvalda og almennings. Stjórnvöld ættu að vera opinskárri gagnvart okkur og treysta okkur. Það er allt hrunið hvort sem er, engin ástæða er til að halda hlutum leyndum, enginn mun fara á taugum héðan af þótt vondar fréttir berist. Um leið og stjórnmálamenn treysta almenningi fyrir upplýsingum, mun almenningur bera meira traust til stjórnmálamanna. Vantraustið er nefnilega gagnkvæmt.

Mig grunar að Björgvin G. Sigurðsson hafi lofað upp í ermina á sér á fundinum með Darling 2. september. Hélt trúlega að allt væri í stakasta lagi (hafði ekki hugmynd um umfang IceSave) og íslenska ríkið myndi greiða allar skuldir bankanna í topp. Þessu hélt hann amk. fram lengi framan af en er nú orðinn loðnari í svörum.

Björgvin ætti að tjá sig um þessi mál á heimasíðu sinni, sem því miður er verið að endurskoða. Það er etv. lýsandi að þessi málglaði maður, sem hefur augljóslega unun af því að heyra sjálfan sig tala (sem ekkert er að auðvitað) er búinn að loka heimasíðu sinni. Vettvangnum þar sem umræðustjórnmálin njóta sín hvað best. Ég skora á Björgvin að opna síðuna aftur með stæl og birta þar minnisblöðin frá fundunum með Darling 2. september 2008.


mbl.is Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef lúmskan grun um að fylgi Samfó veðri ekki jafnglæsilegt í skoðanakönnunnum þegar og ef það verður gert.

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Veðri... meinti verði. Afsakið auðmjúkt.

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Við erum tveir um þann grun. Það bendir ótvírætt til þess að hann hafi eitthvað að fela bankamálaráðherra vor ef hann þarf að taka niður heimasíðuna sína.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.11.2008 kl. 22:45

4 identicon

VÍNLANDIÐ

Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands hins góða. Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt! Leifur Heppni var ekki áttavilltur. Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Þarna er mestur fjöldi íslenskra afkomenda,sem er okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Og þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

Nonni (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband