Leita í fréttum mbl.is

Drink mojito

Þessi auglýsing um ágæti mojito-drykkjarins er á ensku vegna þess að það má bara auglýsa áfengi á útlensku á Íslandi: Drink Mojito, the best drink in the world. Drink responsibly and keep mojito from children.

Drekkið Mojito

Lögin um bann við áfengisauglýsingum í íslenskum fjölmiðlum eru til marks um heimóttarskap. Fjöldi útlendinga býr á Íslandi og ekki lesa þeir íslensk blöð, er ekki nauðsynlegt að vernda börn þeirra fyrir óæskilegum auglýsingum? Fjöldi barna íslendinga lesa erlend blöð ekki síður en íslensk. Verður ekki að banna erlendu blöðin? Áfengi er ekki af hinu vonda, það má misnota það eins og annað og það er á ábyrgð hvers og eins að gæta sín. Það á ekki að vera hlutverk ríkisins.


mbl.is Fyrrum ritstjórar dæmdir fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og allt þetta C vítamíni, maður lifandu. Gleymdu ekki hollustunni.

Ragnhildur Kolka, 6.11.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Að því ógleymdu! Ég hvet aðra bloggara til að auglýsa áfengi á síðum sínum í háðsskyni við þessi heimóttarlegu lög.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.11.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þrátt fyrir að mér finnist lögin asnaleg þábrosti ég út í annað - jafnvel bæði - þegar ég sá hverjir voru sakfelldir.

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er satt, ég bjóst nú ekki við því að taka upp hanskann fyrir þessa heiðursmenn. Það á líta á það sem einskonar aukaverkun.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.11.2008 kl. 15:41

5 identicon

Skál fyrir þér.  Þessi endalausa forræðishyggja yfir öllu hér.  Manneskja verður ekki alki af því að horfa á áfengisauglýsingar.

Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 114035

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband