Leita í fréttum mbl.is

Listi Sigurgeirs Orra

Hvort segir það meira um Bretland eða Landsbankann að hann skuli vera á lista breska fjármálaráðuneytisins yfir ríkisstjórnir og fyrirbæri sem beitt er refsiaðgerðum? Starfaði bankinn annars ekki eftir gildandi lögum og reglum í landinu? Var Landsbankinn hugsanlega að undirbúa sprengjuárásir? Studdi Landsbanki Íslands hryðjuverkasamtök? Fróðlegt verður að sjá – fyrir dómstólum – hvernig bresk stjórnvöld réttlæta aðgerðirnar.

Í tilefni af þessu hefur Sigurgeir Orri sett saman lista yfir ríkisstjórnir sem misnota lög og stofnanir í því skyni að hindra samkeppni, slá sér upp og eða breiða yfir eigin vanmátt.

Bretland

Rússland

Simbabve

Súdan

Íran

Hvíta Rússland

Sýrland

Norður Kórea

Míanmar

Að auki er hér listi yfir þá stjórnmálamenn sem hvað minnstir eru á velli þessa stundina.*

Gordon Brown

Mugabe

Vladimir Pútín

Amadínejad

Saddam Hussein

Hugo Chaves

Evo Morales

Fidel Castro

* Yfirstrikaðir eru þeir sem eru ekki lengur á listanum vegna þess að þeir hafa bætt ráð sitt eða hætt í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Enginn íslenskur stjórnmálamaður?

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Tillögur?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.10.2008 kl. 23:10

3 identicon

Sæll Sigurgeir

Ein spurning...Hvernig er að lifa með gjaldþrota skoðunum???

Einræðismenn og illmenni eins og þeir sem þú telur upp, hafa þó það sér til málsbóta að þeir gengu hreint til verks og voru (eða eru) ekki í neinum feluleik með það sem þeir voru (eða eru) að gera, ólíkt þeim mönnum sem þú undirgengst. Ég finn til með þér og öllum þeim sem eru í sömu aðstöðu og þú. Ég hef hitt þig, og spjallað við þig og finnst þú alveg príðilegur náungi. Í þér sannast hið fornkveðna að vegir drottins eru órannsakanlegir.

 mbk

Jón

Jón Eyjólfsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það má þó greina í þokunni hans Jóns andúð á frjálshyggjunni. Þar er Jón á villigötum því það er einmitt vegna skorts á frjálshyggu, þar sem hver og ein ber ábyrgð á eigin gerðum, sem við erum vondum málum nú. Rót hrunsins má rekja til ríkisverndaðra íbúðalánasjóða vestanhafs sem og aðgerða ríkislaunaðra stjórnmálamanna og ríkisákveðna stýrivaxta (sem er verð lánsfjár). Á Íslandi fór íbúðalánasjóðurinn, ríkisbankinn, fremstur í flokki við að auka þensluna með 90% lánum. Sú skoðun að ríkisumsvif séu af hinu góða er í raun gjaldþrota, ekki skoðanir sem vara eindregið við ríkisafskiptum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það vantaði framan á athugasemdina vegna annmarka á þessu bloggkerfi.

Ég sagði að það væri synd að segja að Jón gengi hreint til verks í athugasemd sinni eins og sumir einræðisherra sem hann virðist líta upp til og hefur jafnvel gengist undir.

Síðan kemur það sem byrjar á: „Það má þó greina í þokunni hans Jóns...“

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég ætla ekki að koma með tillögur en traust almennings á stjórnmálamenn er horfið.

Eigðu svo góðan dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Heyrðu bíddu bíddu, hvar eru Bandaríkin???

Guðmundur Bergkvist, 22.10.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Skammt fyrir vestan Grænland suður af Kanada.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2008 kl. 14:20

9 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Á þessum lista góurinn, þar er nú heldur betur ríkisstjórn sem beitir fólk valdi og refsiaðgerðum til að slá sér upp. Það er ekki hægt að líta fram hjá því, sama hversu Ameríkusinnaður maður er.

Guðmundur Bergkvist, 22.10.2008 kl. 21:16

10 Smámynd: Ársæll Níelsson

Skammt fyrir vestan Grænland. . . . .hahaha! Skemmtilegur útúrsnúningur.

Annars finnst mér illa farið með Chavez að hafa hann á þessum lista. Skiptu honum út fyrir Bush

Ársæll Níelsson, 23.10.2008 kl. 07:20

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Listinn er óformlegur og ekki tæmandi. Með honum er ekki verið að réttlæta gerðir Bandaríkjastjórnar í baráttu þeirra gegn hryðjuverkum með vondum lögum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.10.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 114426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband