Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálamenn án ábyrgðar

Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi hlotið lof fyrir framgöngu sína við björgun bankanna, er það aðeins piss í skónum hans. Það blasir við nú öllum að Verkamannaflokkurinn hefur stjórnað landinu af fullkomnu getuleysi undanfarin ár. Þeir skuldsettu landið óhóflega og létu blindast meðan fasteignabólan blés æ meira út í stað þess að grípa í tauma og safna í sjóði. Nú þegar harðnað hefur á dalnum hafa þeir ekkert bolmagn, eins og til dæmis Svíþjóð og Ástralía, til að aðstoða fjármálakerfið og verða að leita út fyrir landsteinana undir því yfirskini að hér sé um alþjóðlegan vanda að ræða. Rétt er það alþjóðlegur er hann, en vandinn er stærstur í heimi, fyrir utan etv. Ísland, í Bretlandi. Örvæntingarfullar tilraunir til að afla sér vinsælda með því að ráðast á Ísland eru til marks um getuleysið, vitnisburður um veikleika. Dagar Browns og meðreiðarsveina hans við stjórnvölinn í Bretlandi eru taldir. Þeir fara frá eftir næstu kosningar.

Brown og verkamannaflokkurinn eru líkir sumum íslenskum stjórnmálamönnum að því leyti að þeir hafa safnað skuldum í góðærinu og hlaupa svo frá þeim og kenna öðrum um. Ef ekki Íslandi, þá kapítalismanum. Þeir sem stjórnuðu Reykjavík lengi vel, R-listinn svokallaði, skuldsettu borgina í botn og hlupu svo frá öllu saman og bera enga ábyrgð. ENGA ÁBYRGÐ. Nú er höfuð þess lista utanríkisráðherra eins og ekkert hafi í skorist. Þessu þarf að breyta, stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð ef þeir reka ekki þær stofnanir og fyrirtæki sem þeim er treyst fyrir innan áætlana. Setja þarf í lög að þeir verði að segja af sér ef áætlanir standast ekki. Hvernig sem því er komið um kring, verður að auka ábyrgð stjórnmálamanna. Það gengur ekki að þeir geti yppt öxlum ef allt er í mínus og kennt öðrum um. Heimurinn er að súpa seiðið af stjórnmálamönnum sem enga ábyrgð bera.

Stærsti vandinn er etv. sá að stjórnmálamennirnir líta ekki í eigin barm, heldur auka völd sín með heftandi reglum og eftirlitsstofnunum, þvert á það sem á að gera: Að sjá búa svo um hnútana að hver og einn beri ábyrgð á gerðum sínum. Flóknara er það ekki. Meðan hópur manna hefur frítt spil, ber enga ábyrgð, er ekki von á góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Eigum við eitthvað að ræða ábyrgð stjórnmálamanna... Ábyrgð ríkisstjórnar Íslands í þessu rugli sem gengur yfir er svo gífurleg að það er hreint skelfilegt. Þeir létu þessa græðgisfíkla setja landið á hvínandi hausinn beint fyrir framan sig. Þeir horfðu bara árum saman á einkavæddu grísina með lotningu því að þetta var svo mikið efnahagsundur en gleymdu því að það þarf að setja reglur.

Guðmundur Bergkvist, 17.10.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

...Guðmundur kannski vegna þess aðvið fengum svo miklar tekjur af þessu?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband