12.10.2008 | 07:39
Hvað verður um miðbæinn?
Hættan á að miðbær Reykjavíkur veslist endanlega upp er nú ekki bara raunveruleg heldur yfirvofandi. Tónlistarhúsið, þessi minnisvarði um afglöp íslenskra stjórnmálamanna í meðferð almannafjár, verður ekki klárað í bráð. Áform um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða aldrei að veruleika og gjaldþrot bankans þýðir að byggingar sem honum tilheyrðu munu standa tómar. Bygging listaháskóla við Laugaveg verður ekki reist. Seðlabankinn í núverandi mynd heyrir sögunni til. Borgin mun ekki veita fé í uppbyggingu gamalla húsa úr brunarústum eða endurreisn gamalla húsa við Laugaveginn. Þörf fyrir stöðumæla er horfin, það má leggja það apparat niður í heild sinni, enda eru þeir trúlega helsti þátturinn í því að fólk forðast miðbæinn og sækir í verslanamiðstöðvar þar sem stæði eru ókeypis og það ekki að ástæðulausu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
- Saksóknara ekki skylt að gefa upp gögn
- 58% styðja verkfallsaðgerðir kennara
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þessi pistill ætti að gleðja Torfusamtökin.
Þú hefur rétt að mæla. Hér mun allt fara í stopp og hálfköruð hús og auðar lóðir munu einkenna miðbæinn. Ég bý í miðbænum og var nokkuð sátt við hann eins og hann var. Hef og hafði enga minnimáttakennd út af ósamræminu. Var líka sátt við að eitt og eitt hús væri látið víkja og fyllt væri í skörð með nýbyggingum.
Þessi spá á líka við um flugvöllinn. Nú munu burt-með-flugvöllinn raddirnar hljóðna og er það vel. Lifandi atvinnurekstur (þótt eflaust muni hann líka hökta) er hraustleikamerki. Vonandi fara menn að átta sig á því núna.
Ragnhildur Kolka, 12.10.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.