Leita í fréttum mbl.is

Ísland eins og við þekktum það er farið

Það er sama hvernig á það er litið, Ísland eins og við þekktum það er farið veg allrar veraldar. Mikil hætta er á að við taki þjóðfélag ríkisafskipta og sóunar. Það er kaldhæðnislegt í því ljósi að það voru einmitt ríkisafskipti sem felldu landið. Ríkisstjórnendur sem ollu ekki starfi sínu og ríkisafskipti af íbúðalánasjóðum. Það er lýsandi fyrir ástandið að fyrst nú eru ráðherrar þjóðarinnar að gera sér grein fyrir umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Höfðu ekki hugmynd um umsvifin sem þó voru á ábyrgð ríkisins. Hvurslags endemis bjánagangur er þetta? Hvers vegna var ríkið ekki búið að skikka þessi fyrirtæki til þess að færa starfsemi sína til útlanda? Þeir gerðu sér enga grein fyrir þeirri hættu sem felst í því að ábyrgjast fyrirtæki sem velta margfaldri þjóðarframleiðslu landsins. Loksins þegar þeir ranka við sér, er það of seint. Ekki bætir úr skák að það eru algerlega vanhæfir kommúnistar við völd í Bretlandi sem gera hvert axarskaftið á fætur öðru og nú stefnir það land hraðbyri í gjaldþrot líka.

Ef það er eitthvað sem læra má af þessu er það það að affarasælast er að hafa samfélag þar sem stjórnmálamenn hafa minnst völd, helst engin. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd er liðin tíð og foringjar hans búnir að vera, er spurning um að stofna stjórnmálaflokk sem raunverulega stendur fyrir frjálshyggju. Frjálshyggju sem með innbyggðri hörku sinni kemur í veg fyrir áföll sem þetta. Það er óásættanlegt að hér taki við þjóðfélag verðmætasóunar, mannauðssóunar og hreinnar flónsku sem einkennir þá sem aðhyllast sósíalísk viðhorf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigurgeir Orri gamla Ísland er farið...rétt er það.

Þetta gefur okkur tækifæri til að byggja upp heilbrigðara samfélag.

Nýja Ísland á að vera nýtt tækifæri með meiri jöfnuði.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Var það ekki einmitt "Frjálshyggjan" sem setti þetta land á hausinn? Þú gerir þér grein fyrir að því að Kapílaisminn í þeirri mynd sem hún var í gær, verður álíka útdautt  og risaeðla á morgun! Þökk sé "Frjálshyggjunni".

Bragi Einarsson, 11.10.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ég botna bara ekkert í innihaldi þessarar greinar, Ríkisafskipti sem felldu landið! What! Afskiptaleysi ríkisvaldsins að klippa ekki á yfirbyggingu athafnalífsins í útlöndum! What! Minka pólitísk afskipti! What! Stofna enn einn stjórnmálaflokkinn! What what what!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 11.10.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Rót þrenginganna á heimsvísu eru íbúðalánasjóðir á vegum ríkisins í Bandaríkjunum sem lánuðu gegn lélegum veðum, svokölluð undirmálslán. Þegar ekki fékkst greitt af lánunum vegna þess að lántakendurnir stóðu aldrei undir þeim, byrjaði efnahagskerfi heimsins að hrynja. Það eru ríkisafskiptin sem ég er að tala um. Það eru líka ríkisafskipti að vera með ríkisseðlabanka sem ákveður vexti ýmist allt of háa eða allt of lága. Og það eru ríkisafskipti að ríkið beri ábyrgð á bönkunum ef illa fer.

Ég hef ekki áhuga á jöfnuði sem gengur út á það að allir eigi jafn lítið.

Það þarf að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það að markmiði að minnka völd stjórnmálamanna, eins undarlega og það hljómar, þá er það stærsta verkefni framtíðarinnar vegna þess að undir stjórn stjórnmálamannanna þenst ríkið æ meira út.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.10.2008 kl. 08:22

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er í breytunni hjá þér fólk sem langar ekki að græða rosalega? Passar inn í breytuna hjá þér fólk sem langar að lifa hófsamlegu lífi og líður vel með bók við kertaljós? Eða er það bara hallærislegt og verðskuldar að vera troðið undir?

Berglind Steinsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:57

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Berglind, það er ekkert sem stoppar fólk í því að láta sér líða vel með bók við kertaljós, og að vera nægjusamt í hugmyndum Sigurgeirs. Það leyta ekki allir hamingjunnar með því að safna auði. Hvers vegna ættu þeir ekki að geta unnið og starfað og lifað, og tekið sér frí, í kerfinu hjá Sigurgeir??

Ég hef lengi verið langt til hægri, en nú er ég þó kominn á þá skoðun að það þurfi opinbert reglu og eftirlitskerfi helvítis til að fylgjast vel með þeim sem fara með völdin í viðskiptalífinu. Ég er samt sem áður sammála því að hjá Sigurgeir, að risa stór hluti vandans liggur í ríkisafskiptum. Það mætti allt eins segja að það sé sósíaldemókratíska alheimshagkerfið sem sé nú í krísu, eins og að tala um ný-frjálshyggju. Hvernig er það nýfrjálshyggja að ríkið ábyrgist allar innistæður manna í bönkum? og svo mætti lengi telja.

Sindri Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég hef engu að bæta við það sem Sindri segir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.10.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Það er annað hvort í ökkla eða eyra bara. Þeir sem aðhyllast ekki frjálshyggjuna og kapítalismann eru bara bölvaðir kommúnistar. Það sem ég aðhyllist er hæfilega jafnaðarsinnuð frjálshyggja þar sem gráðugum bissnessmönnum er ekki alveg sleppt lausum eins og blóðhundum. Það getur ekki endað öðruvísi en illa. Við þurfum hæfilegan ballans.

Það er alveg hægt að hafa kontról á frjálshyggjunni og hafa hana í jafnvægi. Það er bull að einkageirinn eigi bara að leika lausum hala að vild. Ef það er ekkert aðhald eða regluverk skipað af ríkinu þá kemur alltaf skellur á endanum, sagan sýnir það því miður. Það hefur ekki verið þannig undanfarin ár, stjórnvöld hafa látið fjármálaliðið leika lausum hala. Nú vakna allir upp við vondan draum: "Ha, það eru bara engar reglur hérna, menn komast upp með næstum hvað sem er"

Guðmundur Bergkvist, 14.10.2008 kl. 13:18

9 identicon

Það sem feldi bankanna og Ísland þar með var einfaldlega braskarar sem kunnu að braska sín á milli og "meika money" meðan allt lék í lindi en þessir sömu menn eru hörmulegir í því að reka fyrirtæki því þar er það fyrirhyggjusemin sem ræður þ.e. vera með skuldir í langtímalánum og lága skuldsetningu. Þessir kappar keyptu allt á skuldsettri yfirtöku, jafnvel með skammtímafjármögnun sem bónus og svo þegar allt fer ekki eins og bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir fór allt til helvítis.

Það að kenna þessum undirmálslánum í BNA um þetta allt saman er barnalegt. Þetta er aðallega allt of mikil skuldsetning fólks og fyrirtækja og svo auðvitað ríkja (hið opinbera) allstaðar. Stríð í Írak og Afganistan hafa svo ekki hjálpað til. Til að toppa þetta svo allt þá virðist vera eins og þeir kaflar í hagfræðibókum heimsins um að bankar getir ekki farið á hausinn séu horfnar og það eina sem markaðir þrífist á eru meðul frá ríkisstjórnum og þá sérstaklega þetta fyrirbæri um að "stofna sjóði sem taka við vondum eignum úr bókhaldi banka" og þar með sé allt gott því nú sést ekki lélegt viðskiptavit í bókum félagana.

Þetta hefur ekki neitt með vinstri eða hægri, frjálshyggju eða komma að gera. Þetta er fyrst og fremst almennt lélegt viðskiptavit í heiminum.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband