Leita í fréttum mbl.is

Bretland og Rússland

Eins og flestir vita andar köldu milli Bretlands og Rússlands. Litvinenko málið er þar ofarlega á blaði, en talið er að Rússar beri ábyrgð á morðinu sem framið var í London með geislavirku efni sem rekja má til Rússlands. Rússar neita allri samvinnu og hafa gert þann mann sem talið er að hafi framið ódæðið að þingmanni og þingmenn njóta friðhelgi.

Mín kenning er sú að Íslensk stjórnvöld hafi snúið sér til Rússa þegar sýnt var að Bretar vildu ekki styðja við bakið á þeim. Það hefur að öllum líkindum valdið mikilli reiði í Bretlandi sem birtist í öfgafullum aðgerðum gegn Kaupþingi sem þó var ekki á ábyrgð íslenska ríkisins og stóð vel miðað við aðrar stofnanir í moldviðrinu sem nú geisar.

Það að Íslendingar skuli hafa snúið sér til Rússa er ekki ákvörðun sem tekin var með léttúð. Það er mikil reiði á bak við þá ákvörðun, ekki nokkur vafi.

Það að vilja ganga með hraði í Evrópusambandið eftir þessar aðgerðir Bretanna er algerlega fráleit hugdetta. Eðlilegra væri að slíta stjórnmálasambandi við þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Kannski er betra að halla sér að Rússum.  Ef Evrópuaðild gengur ekki upp.  En óbreytt ástand gengur ekki heldur.  Vil frekar vara hluti af Rússlandi en fara í þjóðargjaldþrot.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 9.10.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 114427

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband