8.10.2008 | 07:17
Veislunni lokið í Bretlandi
Ætli bresku blaðamennirnir sem mæna á Ísland viti af þessu? Þeir eru svo uppteknir við að fylgjast með löskuðu skipi íslenska hagkerfisins að þeir taka ekki eftir að breska skipið er að sökkva undan þeim. 50 milljarða punda björgunarhringur er sem einn björgunarhringur í hafið þar sem stórt, yfirfullt skemmtiferðaskip er að sökkva.
Bankar þjóðnýttir að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Það er reyndar soldið stór munur á þessum þjóðum, Breska ríkið á allavega séns á að bjarga bönkunum sínum meðan bankakerfi Íslands er 10-15x stærra en landsframleiðsla.
Ísland á líklega eftir að verða skólabókadæmi framtíðar um einstaklega heimskulegar áhættufjárfestingar og ábyrgðarlausa græðgi þar sem stjórnvöld hlógu að öllum varnarmerkjum í margra ára aðdraganda. Þar með beinist athyglin að svo miklu leiti að okkur.
V (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:29
Vissulega er stór munur á bolmagni þjóðanna, en munurinn á ástandinu þar og hér er grunsamlega lítill. Óþörf neikvæð umfjöllun breskra blaða hefur án vafa skaðað íslensku bankana verulega.
Fjárglæframennirnir eiga hugsanlega eftir að verða skólabókardæmi, en ég efast um að Ísland sem slíkt komi þar við sögu nema að því leyti að gott lánstraust Íslands var misnotað. Annars er erfitt nú um stundir að meta hvort kom á undan, hænan eða eggið, í þessum efnum. Það verður áhugavert að fylgjast með uppgjörinu þegar moldviðrinu lýkur.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.10.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.