Leita í fréttum mbl.is

Rót vandans

Bill Clinton (forseti frá 1992-2000) var stjórnmálamaður með metnað, hann vildi að hlutfall fátækra og minnihlutahópa sem eignuðust þak yfir höfuðið hækkaði í valdatíð hans. En það gekk ekki nógu vel, hlutfallið hækkaði ekki nógu hratt. Þá höfðu Bill og hans menn samband við vini sína og flokksbræður hjá íbúðalánasjóðunum Fanny og Freddy. „Okkur er vandi á höndum,“ sagði Bill, „við þurfum að hækka hlutfallið svo við getum sýnt fram á góðan árangur við að bæta hag þeirra lægst launuðu.“ Fanny og Freddy hugsuðu málið og komu með lausn: „Við lækkum bara þröskuldinn fyrir ábyrgðum.“ „Frábært!“ sagði Bill og klappaði flokksbræðrum sínum á bakið. Svo fóru Fanny og Freddy að lána hverjum sem vildi hvað sem hann vildi gegn ótryggum veðum jafnvel þótt tekjur viðkomandi væru litlar sem engar og stopular að auki. Þetta aukna fé í umferð jók umsvif og velmegun. Húsnæðisverð tók að hækka með aukinni eftirspurn. Húrra sögðu margir og tóku ný lán út á verðmeiri hús sín. Verðsprengja varð á fasteignamarkaðnum.

Þegar hópurinn sem gat ekki greitt af lánunum tók að stækka, tók að hrikta í stoðum ríkisíbúðalánasjóðanna Freddy og Fanny uns þeir lýstu sig gjaldþrota í sumar. Það leiddi af sér keðjuverkun sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú eru stjórnendur sjóðanna í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. En skaðinn er skeður og verður ekki bættur þótt þeir fari í fangelsi.

2004 fóru nokkrir þingmenn Repúblikana á bandaríska þinginu fram á að gerð yrði rannsókn á útlánastarfsemi Fanny og Freddy. Einn þessara þingmanna var John McCain. En Demókratar vildu ekki sjá neina rannsókn á sjóðunum þeirra og komu í veg fyrir að þingið samþykkti aðgerðir í þá veru. Einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði gegn tillögunni var Barack Obama. Óhætt er að fullyrða að hefði óráðsía Fanny og Freddy verið stöðvuð fyrir fjórum árum, værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag.

Þessa sögu sagði mér maður að nafni Henri Lepage í fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á fimmtudag.

Ekki er ólíklegt að þetta mál komist í hámæli fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Fari svo er hætt við að það fjari hratt undan framboði demókratans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég dáist að bjartsýni þinn, en það eru litlar líkur á að þetta komist í hámæli.

Umræðan fer eingöngu fram á netinu og fjölmiðlar sem styðja Obama þverskallast við að upplýsa um málið.

Nú er Wall Street komið undir hið opinbera og þá dregur enn úr líkunum á að demókratar þurfi að standa skil gerða sinna. Þeir eru jú, með meirihluta á þingi.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er of mikilvægt mál, það hlýtur að komast í hámæli, ég trúi ekki öðru. Tala nú ekki um ef kerfið leggst meira á hliðina en orðið er.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Andskotinn, að missa af þessum fyrirlestri Lepage.

Ragnhildur Kolka, 5.10.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband