11.9.2008 | 20:30
Hælisleitendur
Ert þú einn þeirra sem dreymir um að vera hælisleitandi? En ekki lengur, nú getur þú líka verið hælisleitandi eins og fína fólkið frá útlöndum. Í nýja hælisleitarbolnum frá Egozentric®© varparðu fram spurningu auk þess að vera í einkennislit Kópavogs. Spurningu til allra sem finna ekki hælið og undrast húsahrúguna sem nú er búið að byggja í Skólagörðunum. Húsin sem eru svo nálægt hvert öðru að nágrannarnir geta heilsast með handabandi út um gluggana hjá sér.
Hvar er Kópavogshæli? Finndu hæli, fáðu hæli, vertu á hæli því hjá mér þú hæli átt. Stærð: 1-100. Litur: Kópavogsgrænn. Verð 8999 kr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ríkisútvarpið lokar á ummæli frá almenningi
- Ljúfsárt að kveðja gamla staðinn
- Sérfræðingar mótmæltu á kynningarfundi ráðherranna
- Klifraði upp á þak eftir kvörtun um samkvæmishávaða
- Tilhlökkun fyrir mig og þig að eldast
- Liggur undir feldi: Staðan er ekki sjálfbær
- Allt í skoðun eftir fjögurra ára bið
- Breytt lög eiga að styrkja réttarstöðu brotaþola
Erlent
- Birta 33.000 blaðsíður af Epstein-skjölunum
- Segja Rússa ráða útsendara í gegnum samfélagsmiðla
- Lögreglan banaði manni með slátrarahnífa
- Borg í Alabama verði nú eldflaugaborgin
- Trump flytur spennandi yfirlýsingu í dag
- Sonur norsku prinsessunnar fer fyrir dóm í febrúar
- Úthugsuð svikamylla
- Öflugur eftirskjálfti og yfir 1.400 látnir
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Fávitahælisleitendur, heilsuhælisleitendur, berklahælisleitendur. Hælsærisvælendur. Alltaf að leita hælis/að hæli.
Annars máttu vita að þessi mikli fjöldi vistmanna á Fávitahælinu í Kópavogi kom til að gatnakerfið og skipulagsmál voru í því horfi að þeir sem hættu sér inn í sveitarfélagið, síðar kaupstaðinn, rötuðu ekki aftur út úr bænum, misstu margir glóruna og var veitt fávitaHÆLI
(ath. ég er Kópavogsbúi í háð og húr)
Beturvitringur, 13.9.2008 kl. 00:58
Hvað með Hæli í Hreppum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 02:15
Sá bær heitir "Hæll". Því má ofurvel rugla þegar þgf. er í spilinu, t.d. frá veðurathugunarstöðinni Hæli.
Það má annars örugglega leita hælis þar, kannski bara ekki undir hælinn lagt (*_*)
Beturvitringur, 13.9.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.