2.9.2008 | 22:01
Forseta bolur
Hver kannast ekki við að finnast lítið til þjóðernis síns koma (td. þegar landsliðið í handbolta lendir neðarlega á mótum)? En ekki lengur. Í nýja Forsetabolnum frá Egozentric®© líður engum eins og aumingja frá köldu landi og fámennu. Klæddu þig í bolinn, sem er gulllitaður, og þú finnur hvernig þjóðernisstoltið flæðir um þig. Þér líður eins og sannkölluðum forseta í áhyggjulausri veislu fyrirmenna þar sem gullið lafir af hverjum áhyggjulausum manni og málverk eru römmuð inn í áhyggjulausa gyllta ramma, allt á kostnað ríkisins. Þú gleymir kreppunni á svipstundu og þarft ekkert að skera niður ferðakostnað eða veisluhöld og flýgur á stoltu skýi þjóðernissins og veifar til aumingjanna þarna niðri. Í bolnum öðlastu sérstaka hæfileika til að skynja hvenær líkur eru á að þjóðernismúgæsing grípi um sig og getur mætt á svæðið og baðað þig í gleðinni.
Forsetabolur. Fljóttu á bylgju þjóðernisástarinnar og gleymdu áhyggjum um stund, vertu eins og forseti alþýðunnar og veifaðu til múgsins. Stærð: 1-100. Efni: Gull (14 karöt). Verð 67000 kr.
Ath leiðrétting: Það átti að standa 0,14 karöt, ekki 14 karöt. Munurinn en sama og enginn, en rétt skal vera rétt. Bolurinn sem auglýsir forsetabolinn er að sjálfsögðu á gamla góða verðinu 8999 krónur fyrir utan sendingarkostnað og tollmeðferðargjald. Takk fyrir það herra Svanur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hvað með Forseta-fálkaorður eða Forseta-eyðslukló? Já eða Forsetafrúar-skemmtikraftur...
Guðmundur Bergkvist, 3.9.2008 kl. 10:07
Sæll
Ég myndi nú ekki borga minna fyrir þennan bol en hinn. 8999 kr takk.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.9.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.