22.8.2008 | 17:34
Kartaflan og óbermið
Ímynd frambjóðenda í kosningum er mikilvæg. Egozentric®© er með fremstu ímyndarhönnunarstofum sólkerfisins. Það er því ekki að undra að báðir frambjóðendurnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum skyldu ráða Egozentric®© til að starfa fyrir sig. Eina sem skiptir Egozentric®© máli er frægð og frami og meira fé. Málstaður frambjóðendanna skiptir engu máli í þessu sambandi. En taka verður fram að andstæðingar hvors um sig réðu Egozentric®© til að níðast á hinum. Þannig er það í þessum heimi. Meðan hægt er að græða á því verður bara að hafa það.
Steikið MacCain franskar en kjósið þær ekki. Segðu það með bol, ekki vera skoðanalaus sófakartafla. Stærðir 1-100. Litur Rauður. Verð 9999 kr.
Óbermi. Segðu það með bol, vertu frjálslyndur í hugsun sem og hegðun. Stærðir 1-100. Litur Rauður. Verð 9999 kr.
Hin farsæla hönnunarstofa Egozentric Designs®© París, London, Róm, Mílanó, New York, Los Angeles, Tokyo, Peking hefur fengið aukna samkeppni og það frá litla Íslandi! Aðeins fífldjarfir menn leggja út í slíkt ævintýri. En að vissu leyti er Egozentric®© upp með sér að einhverjir sjái sig knúna til að apa eftir henni. Það er besta hrós í heimi. Þetta er líka hvatning til Aðalhönnuðarins að gera betur í dag en í gær.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hahaha, þessir eru góðir.
Guðmundur Bergkvist, 22.8.2008 kl. 17:39
Takk fyrir það HerrBeggi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.8.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.