Leita í fréttum mbl.is

Sparnaðartillögur

Með lögum skal land byggjaSkýringin á hallarekstri sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli er fundin! Henni laust niður í huga mér áðan. Þegar ég kom frá Bandaríkjunum eftir ferð þar um slóðir fyrr í vetur beið eftir mér her manns sem leitaði að sprengjum og vopnum á mér og ferðafélögum mínum. Sú staðreynd að ég fór í gegnum slíka leit nokkrum klukkustundum áður í Boston virtist ekki skipta neinu máli.

Hópur tollvarða, lögreglumanna og sérsveitarmanna, ekki færri en 10 á hverri vakt í næturvinnu (komutími vélanna frá Bandaríkjunum er síðla nætur og snemma morguns) er fljótur að segja til sín í kostnaði.

Meiri sóun á fé er vandfundin, og heimskulegra fyrirkomulag er vandfundið. 

Mér skilst að ástæðan fyrir sprengju- og vopnaleitinni við komuna frá Bandaríkjunum sé sú að ferðalangar þaðan blandist öðrum ferðalöngum í Leifsstöð. Eins og það sé hættulegt. Eru þeir ekki annars líka búnir að fara í gegnum sprengju- og vopnaleit? Ef skriffinnar Shengen-svæðisins treysta ekki sprengjuleitinni í Bandaríkjunum verða þeir að ná samkomulagi við þau um leitina, senda eftirlitsmenn á staðinn í Bandaríkjunum svo koma megi í veg fyrir þessa vitleysu. 

Ég ætla nú ekki að vera lastarinn sem líkar ekki neitt heldur koma með sparnaðartillögur. Þeim ferðalöngum sem eru að koma til Íslands og ætla ekkert annað er hægt að:

A) Aka í læstri rútu að töskufæribandinu.

B) Sía frá hinum með breytingum á stöðinni.

C) Hætta þessari vitleysu strax og gera ekkert, enda skiptir leitin engu helv. máli. 

D) Setja í læst búr á hjólum og aka þeim að færibandinu.

Þeir ferðamenn sem ætla áfram:

A) Aka þeim í læstri rútu að hliðinu í Leifsstöð þar hin sprengju- og vopnaleitin er (við innganginn).

B) Aka þeim í læstu búri að fyrrgreindu hliði.

C) Handjárna þá og draga á hárinu í gegnum stöðina að fyrrgreindu hliði.

D) Ná samkomulagi við skriffinna Schengen-svæðisins um að hætta þessari þvælu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Pant "D" f. alm.farþega

Beturvitringur, 12.3.2008 kl. 12:38

2 identicon

Við megum ekki gleyma því hver kom þessari vopnaleit á, nefnilega ALLAH, því eigum við að minnast hans í bænum okkar kvölds og morgna.

Ragnar Benediktsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 114843

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband