7.3.2008 | 00:06
Þó fyrr hefði verið
Íslendingar ættu að vita það manna best hve mikilvægt það er að viðurkenna sjálfstæði lítilla þjóða lýsi þær yfir sjálfstæði á annað borð. Þetta vissu íslenskir ráðamenn þegar Eystrasaltsríkin gerðu það og var Ísland fyrst þjóða til þess.
Þegar Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði kemur fát og fum á utanríkisráðherrann. Við ætluðum að vera í samfloti með norðurlöndunum var sagt. Svo lýsa norðurlöndin yfir stuðningi án samráðs við Ísland! Við vildum ekki móðga Serba var þá sagt. Hvaða Serba? Báða Serbana sem búa á Íslandi?
Þegar hún loksins rekur af sér slyðruorðið, raggeitin, birtist það á stað við hæfi: Á blaðsíðu 6, lítil frétt neðarlega í Morgunblaðinu 5. mars 2008, 16 dögum eftir að landið lýsti sjálfstæðinu yfir (17. febrúar).
Ætli raggeitin geri sér grein fyrir að hún átti kost á að skora pólitískt mark og fá nafn sitt á forsíðuna undir stórri fyrirsögn?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Já þetta er skrítið.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.