27.2.2008 | 14:22
Heimur batnandi fer
Um daginn keyptum við í IKEA þunn gluggatjöld, tvö í pakka, tilbúin til upphengingar fyrir einn glugga, á 800 krónur (að vísu þarf að stytta).
Fyrir nokkrum árum keyptum við í IKEA þunn gluggatjöld í metratali, ekki tilbúin til upphengingar fyrir einn glugga, á 5 þúsund krónur.
Á þessum árum hefur verðið á samskonar gluggatjöldum lækkað úr 35 þúsund fyrir alla 7 glugga heimilisins í 5600 krónur. Ekki nóg með það, heldur eru þau ekki lengur metravara heldur tilbúin vara.
Geri aðrir betur!
Heimurinn er eftir alltsaman ekki sífellt að versna.
Ingvar Kamprad og hans fólk bætir heiminn með því að bæta sig. Það er til eftirbreytni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.