11.1.2008 | 00:03
Fjárfestir – fjárleysir
Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að fjárfestar hljóti að vera fjárleysar við ákveðin skilyrði. Þeir eru það margir hverjir núna eins og markaðirnir hafa verið. Fjárfestar sem festa fé í hlutabréfum eru nú orðnir fjárleysar eftir að bréfin urðu ekki pappírsins virði. Sumir hverjir eru jafnvel ekki bara fjárleysar, heldur fjárlausir, ef eitthvað er að marka fréttirnar.
Ég hef aldrei verið fjárfestir, miklu frekar fjáreyðir. Hrunið á hlutabréfamörkuðunum kemur sér vel fyrir mig: Bilið milli mín og þeirra sem ríkir eru hefur aldrei verið minna. Húrra! Jöfnuðurinn í þjóðfélaginu er loksins kominn á ásættanlegt stig. Ég get hætt, ásamt ýmsum kverúlöntum í æðstu menntastofnunum þjóðarinnar, að öfundast út í þá sem eru ríkir.
Að lokum er hér skilti sem sýnir að ekki er öll von úti. Ég minnist þess þegar ég vann í gestamóttöku Hótels Loftleiða 1993 að þá kom Ástþór með barmmerki sem á stóð: Friður 2000, og dreifði því meðal okkar. Ég setti merkið í barminn og svo kom fólk á vegum Ástþórs á friðarráðstefnu á Íslandi á hótelið og varð hrikalega upp með sér að Ástþór skyldi eiga svona gríðarlega mikinn stuðning á Íslandi að meira segja aumingjar í gestamóttökum settu upp barmmerkið. Það láðist að segja því að þetta var gert í gríni, eða kerskni eins og sagt var þá. Ég hef alltaf haldið upp á Ástþór. Hann er maður hugsjóna og ég hvet hann að bjóða sig aftur fram. Lýðræðið þarf á svona mönnum að halda.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.