8.1.2008 | 00:07
Kiri, te?
Ég held að guð sé að refsa mér fyrir að ég trúi ekki á hann.
Þessa yndislegu línu (nokkurnveginn svona) rakst ég á á leyndarmálasíðunni. Geri ég hana hér með að minni.
Kiri, te?
Kaffi, Fassett?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég staldraði einmitt við þetta sama póstkort þegar ég skoðaði síðuna í gær.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:00
stangast svolítið á að trúa ekki á hann en trúa samt að hann refsi þér
Dísa Dóra, 8.1.2008 kl. 15:30
Já, hún er ekki mjög sannfærandi fullyrðingin um trúleysið!
Una, ég held að ég hafi fyrst séð um Postsecret á blogginu þínu. Hafðu ævarandi þökk fyrir. Postsecret er mín eftirlætis síða fyrir utan þína auðvitað!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.1.2008 kl. 16:05
Þetta minnir mig á aðra mótsagnakennda setningu, sem ég heyrði fyrst í Frakklandi '98:
"There is no God and Karl Marx is his Prophet,"
Sindri Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 23:53
Það minnir mig á eina skondna setningu í viðbót, sem tengist þessu og er sögð hafa verið skrifuð á vegg einhversstaðar: „Guð er dauður“ - NIETZSCHE. Fyrir neðan var búið að bæta við: „Nietzche er dauður“ - GUÐ.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.1.2008 kl. 16:42
Í Sjálfstæðu fólki er sagt frá trúleysingjanum/guðleysingjanum sem henti alltaf hnullungi í vörðuna, þótt hann tryði ekki á þá guðfeðga, bara svona: "ef vera skyldi"
Hvað er blogvinur? Hvað stendur það fyrir
B
Beturvitringur, 11.1.2008 kl. 00:18
Mín er ánægjan, þetta er einmitt ein af mínum uppáhaldssíðum líka og ég skoða hana yfirleitt á hverjum sunnudegi.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:28
Bloggvinir mínir eru þeir sem ég hef ánægju af að lesa bloggið hjá. Ég bið suma um að vera bloggvini til þess að það sé auðveldara að nálgast bloggið þeirra. Ég hef gaman að fyrirsögnum í blöðum sem lesa má í aðra merkingu en þá sem höfundurinn hugsaði sér, eins og þá sem þú bentir á með gamla fólkið að það sé að látast. Svo er ég laumumálfarsfasisti, þannig að ég tel okkur vera efni í góða bloggvini, þótt ég hafi ekki hugmynd um hver þú ert.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.1.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.