3.1.2008 | 19:31
Leitin að týndu Örkinni (hans Nóa)
Sterkar vísbendingar hafa fundist í málverkinu af Mónu Lísu að örkin hans Nóa sé grafin á Kili skammt frá kaleik Krists. Hún strandaði þar þegar tók að sjatna flóðið og grófst svo í jörð í miklu eldgosi sem varð í Upptyppingum (Mount Viagra). Dulmálsfræðingar lásu þetta úr málverkinu með sérstakri samanburðartækni við Reisubók Jóns Indíafara.
Ég hélt í augnablik að það væri 1. apríl eða amk. eitthvað grín í gangi þegar ég sá Fréttablaðið í gærmorgun. Svo virðist þó ekki vera. Gangi þeim vel.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Athugasemdin þín; formálinn að greininni/fréttinni, er sannarlega að mínu skapi. Stolt af því að vera skjávinur þinn
Beturvitringur, 12.1.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.