15.12.2007 | 22:46
Skilti í frjálsara landi
Þetta gæti orðið veruleikinn ef skylduaðild að starfsgreinafélögunum yrði afnumin. Skylduaðildin er afar ólýðræðisleg, raunar ógeðfelld. Fjölmargir kæra sig ekki um að vera í slíku félagi en eru neyddir til að vera meðlimir og greiða hlutfall af launum. Í landinu er félagafrelsi og því stenst það tæplega stjórnarskrána að lögbinda slíka aðild. Hvað tefur Alþingi?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þetta með félagafrelsið er brotið á báða bóga. T.d. ef að ég ætla að gerast starfsmaður Reykjavíkurborgar þá er ég skikkaður í Starfsmannafélag Reykjavíkur. Af eigin reynslu get ég fullyrt að þessu er fylgt eftir alla leið, það er annað hvort sættir þú þig við að vera í Starfsmannafélagi Reykjavíkur eða þú færð þér aðra vinnu.
J. Trausti Magnússon, 15.12.2007 kl. 23:13
Þetta er réttlætismál sem bíður úrlausnar. Furðulegt hvað þetta stéttakerfi er lífseigt, þótt búið sé að fella burt „stétt“ og setja „starfsgrein“ í staðinn, er grauturinn sá sami og hann er arfleifð frá þeim tíma þegar horft var á samfélagið í gegn um gleraugu stéttskiptingar, þ.e. kommúnismans.
Frábær grein hjá þér Trausti á blogginu þínu um kýrkjötið, ég hef n.l. velt því fyrir mér hvert allt kýrkjötið fari, það er a.m.k. ekki í kjötborðum verslana. Í vikunni borðaði ég hamborgara frá vinsælli keðju og hugsaði með mér: Ætli þetta sé ekki kýrkjötið sem hvergi sést. Það er ótrúlegur gæðamunur á nautakjöti á Íslandi og í Bandaríkjunum t.d. Maður veigrar sér við að kaupa kjötið vegna þess að maður á það á hættu að fá ólseigt rusl upp í sig, jafnvel af besta hluta skepnunnar. Annað hvort kunna bændur ekki að rækta nautakjöt, eða okkur er selt kjöt af úrsérgengnum mjólkurkúm á fullu verði sem ungnautakjöt. Ég hallast að síðari kenningunni.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.12.2007 kl. 12:34
Fólk sem er pínt til að vera í lélegum stéttarfélögum er líka pínt til að vera á skítalaunum. Stjórnvöld vilja hafa það þannig til að hafa botn. Hvernig stendur á því í frjálsu markaðsþjóðfélagi eru þessi draslfélög ekki afnumin og öllum leyft að semja beint við vinnuveitendur. Nú þeir sem ekki treysta sér til þess geta þá bara gengið sjálfviljugir í draslfélögin og látið þau semja um skítalaunin fyrir sig.
Guðmundur Bergkvist, 19.12.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.