Leita í fréttum mbl.is

Skilti í frjálsara landi

Þetta gæti orðið veruleikinn ef skylduaðild að starfsgreinafélögunum yrði afnumin. Skylduaðildin er afar ólýðræðisleg, raunar ógeðfelld. Fjölmargir kæra sig ekki um að vera í slíku félagi en eru neyddir til að  vera meðlimir og greiða hlutfall af launum. Í landinu er félagafrelsi og því stenst það tæplega stjórnarskrána að lögbinda slíka aðild. Hvað tefur Alþingi?

Kröfuskilti með stuðningi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Þetta með félagafrelsið er brotið á báða bóga. T.d. ef að ég ætla að gerast starfsmaður Reykjavíkurborgar þá er ég skikkaður í Starfsmannafélag Reykjavíkur. Af eigin reynslu get ég fullyrt að þessu er fylgt eftir alla leið, það er annað hvort sættir þú þig við að vera í Starfsmannafélagi Reykjavíkur eða þú færð þér aðra vinnu.

J. Trausti Magnússon, 15.12.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er réttlætismál sem bíður úrlausnar. Furðulegt hvað þetta stéttakerfi er lífseigt, þótt búið sé að fella burt „stétt“ og setja „starfsgrein“ í staðinn, er grauturinn sá sami og hann er arfleifð frá þeim tíma þegar horft var á samfélagið í gegn um gleraugu stéttskiptingar, þ.e. kommúnismans.

Frábær grein hjá þér Trausti á blogginu þínu um kýrkjötið, ég hef n.l. velt því fyrir mér hvert allt kýrkjötið fari, það er a.m.k. ekki í kjötborðum verslana. Í vikunni borðaði ég hamborgara frá vinsælli keðju og hugsaði með mér: Ætli þetta sé ekki kýrkjötið sem hvergi sést. Það er ótrúlegur gæðamunur á nautakjöti á Íslandi og í Bandaríkjunum t.d. Maður veigrar sér við að kaupa kjötið vegna þess að maður á það á hættu að fá ólseigt rusl upp í sig, jafnvel af besta hluta skepnunnar. Annað hvort kunna bændur ekki að rækta nautakjöt, eða okkur er selt kjöt af úrsérgengnum mjólkurkúm á fullu verði sem ungnautakjöt. Ég hallast að síðari kenningunni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.12.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Fólk sem er pínt til að vera í lélegum stéttarfélögum er líka pínt til að vera á skítalaunum. Stjórnvöld vilja hafa það þannig til að hafa botn. Hvernig stendur á því í frjálsu markaðsþjóðfélagi eru þessi draslfélög ekki afnumin og öllum leyft að semja beint við vinnuveitendur. Nú þeir sem ekki treysta sér til þess geta þá bara gengið sjálfviljugir í draslfélögin og látið þau semja um skítalaunin fyrir sig.

Guðmundur Bergkvist, 19.12.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband