14.10.2007 | 21:24
Hvert flýtur Morgunblaðið?
Í greinaflokki sem byrjaði að birtast í Morgunblaðinu í dag (sunnudag 14. október) um loftslagsmál og kynntur er á forsíðu með fyrirsögninni: Fljótum sofandi að feigðarósi (og inni í blaðinu: Út í loftið og Tími efans er liðinn) er fjallað um ósónlagið undir fyrirsögninni: Ósónlagið að jafna sig. Nú veit ég ekki hvaða heimildir Morgunblaðið styðst við (Halldór Björnsson?), en samkvæmt mælingum NASA var ósóngatið yfir Suðurskautinu í metstærð á síðasta ári, 2006. Var þetta etv. misprentun? Átti kannski að standa: Ósóngatið að jafna sig?
Hversu mikið mark er takandi á svona fréttaflutningi?
Tími efans er sannarlega ekki liðinn, efinn um að blaðamenn og leigupennar Morgunblaðsins láti vísindin þvælast of mikið fyrir sér við að boða það sem hefur yfir sér mörg einkenni trúar. Í umfjöllun um loftslagsmál er mjög áberandi óþol gagnvart sjónarmiðum sem ekki styðja tiltekna skoðun. Hversvegna er það? Við hvað eru hinir sannfærðu svona hræddir? Þeir sem efast eru umsvifalaust kallaðir öfgahægrimenn þótt þeir bendi einungis á staðreyndir. Er nema von að mönnum verði hugsað til nornabrenna miðalda?
Undir fyrirsögninni á forsíðunni (Fljótum sofandi að feigðarósi) er dæmigerð Moggafrekja um að ríkið verji meira fé til málaflokksins, það sakað um andvaraleysi og hvaðeina. Svona frekja kallast: Grenja pening út úr ríkinu og er líka mjög áberandi á Ríkisútvarpinu, en margar fréttir þar snúast um að nú þurfi ríkið að verja meira fé til þessa og hins. Bent er á eitthvert hneyksli og síðan heimtað að ríkið geri eitthvað í málinu.
Meðan Morgunblaðið birtir einhliða og villandi umfjallanir er ljóst hvert það flýtur, það flýtur smátt og smátt lengra niður eftir uns það rennur út í sandinn.
---
Ps. Al Gore ætlar að gefa verðlaunaféð sem hann fékk í umhverfissjóð sem hann sjálfur stofnaði og stjórnar. Góðmennsku hans eru engin takmörk sett! Hann gefur sjálfum sér peningana.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.