13.10.2007 | 12:15
Ekki góðar fréttir fyrir einkabílistana
Sem eru, ja... allir borgarbúar? Ég er viss um að akandi vegfarendur hugsi hlýtt til Dags í umferðarteppum framtíðarinnar og kjósi hann allir sem einn í næstu kosningum.
Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Það er ekki hægt að leysa umferðarteppuna með fleiri og breiðari götum. Hlutfall vega og lóða undir byggingar fer út í vitleysu, og þú endar með eintómar götur og örfáar byggingar. Þetta liggur fyrir og þetta vita sérfræðingar og þeir sem eru _in the know_ þó þeir séu fáir hér á landi.
Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 12:32
Það er einmitt málið : með því að efla almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngu, ásamt því að þétta byggð, og byggja og planta tré sem mynda skjól, verður einfaldara að komast leiðir sínar fyrir þá sem kjósa að aka, því aðsóknin minnki.
Ekki hefur maður heyrt af miklum umferðarteppum í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Portland (Oregon ) né Oulu í norður-Finnlandi, en í öllum þessum borgum gera þeir nokkuð vel við hjólreiðamenn.
Mörg dæmi eru um "traffic evaporation". Þegar er þrengt er aðeins að bílunum, en strætó gefin forgang , þá minnkar umferðaröngþveitið. Það er nóg ef 5-10% bílstjóra notar strætó, hjólar, eða ferðast á öðrum tímum. Það er augljóst að allir þeir sem kjósa að aka eru að valda kostnaði fyrir samfélaginu, sem þeir eru ekki að borga fyrir. Þess vegna fundust menn rökrétt í London og Stokkhólmi, til að taka nærtæk dæmi, að rukka fyrir akstur inn í miðbæ. Þetta er bara að leiðrétta verðið sem var borgað ( 0 krónur) fyrir takmörkuðum auðlindum. Eins og menn ættu að vita sem hafa áhuga á þessum málum, þá hefur þetta svínvirkað í báðum borgunum. Í Stokkhólmi virkaði þetta nánast yfir nóttu, þegar gjaldið var sett á, og þegar tilraunin var hætt. Nú hafa hægrimenn í Svíþjóð ákveðið að halda gjaldtöku áfram. Ég ítreka að ég viti ekki hvaða leiðir R2 borgarstjórnin munu velja, en vonandi sjá þeir að ekki er hægt að leysa umferðarmálum í borginni með að pissa í brækurnar (byggja mislæg gatnamót) þó að það kosti miljarðar.
Morten Lange, 13.10.2007 kl. 15:52
Þú ert nú aðeins að misskilja, það er ekkert umferðaröngþveiti í miðbæ Reykjavíkur. Öngþveitið er á stofnæðum í úthverfin. REI listinn væri samt vís með að rukka sérstaklega fyrir að aka í miðborgina. Það væri gaman að sjá það gera sig. Ég sem íbúi í miðbænum myndi örugglega fá bílastæði hvar sem er og líða eins og Palla sem var einn í heiminum.
Veðurfar á Íslandi er með þeim hætti að það er ekki raunhæft að hjóla milli borgarhluta. Það eru aðeins örfáir sem treysta sér til þess og það eru yfirleitt fjallagarpar og ævintýramenn. Barnafólk og þeir sem eldri eru hafa ekki þennan valkost. Svo einfalt er það.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2007 kl. 21:50
Ég þekki nú fólk á öllum aldri sem hjólar allra sinna ferða. Það er jú hraust, en það er ekki hraust nema af því að það hjólar; ekki vegna þess að það sé einhverjar hetjur. Þetta er algengur misskilningur að það þurfi að vera einhver meiriháttar garpur til að hjóla á milli hverfa í Reykjavík. Það er kannski ekki fyrir aula, en það þarf ekki hetjur til.
Arnþór L. Arnarson, 15.10.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.