21.9.2007 | 08:39
Fann ekki tölvupóstfang!
Sá fáheyrði atburður gerðist í gærkvöldi að Sigurgeir Orri (40) fann ekki tölvupóstfang vinar síns sem hann ætlaði að senda póst með upplýsingum um leik á netinu. Ég var gersamlega orðlaus þegar ég komst að því að emailið var hvergi að finna í tölvunni, sagði Sigurgeir Orri. Ég gruna póstforritið um græsku, það virðist aldrei vera hægt að finna nokkurn skapaðan hlut í því. Leitarvélin er handónýt! En gat Sigurgeir Orri ekki fundið tölvupóstfangið með öðrum leiðum? Vissulega hefði ég getað hringt í hann, en á það ber að líta að vinur minn er afar snemmsvæfur og býr auk þess í landi þar sem klukkan er tveimur tímum á undan klukkunni á Íslandi. Ég kunni ekki við að hringja í hann og vekja hann bara til að fá eitt email. Sem betur fer kemur dagur eftir þennan dag (7,9,13) og þá gefst tækifæri á að lyfta upp tólinu. Slef og skeint vonar að þetta mál leysist farsællega.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Virknin stöðug í nótt
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Téður Sigurgeir Orri ætti kannski að fá sér nýtt póstforrit, nýja leitarvél eða kannski bara nýja,,,, tölvuvél....
Guðmundur Bergkvist, 21.9.2007 kl. 21:10
Blessadur felagi. Netfang felaga tins er vo@hvg.dk Tad spair godu vedri herna a sudurslodum Danmørku i dag sem er frabært tvi tad verdur reidhjolakeppni i bænum i dag. Margir bestu fra danmørku i øllum aldursflokkum verda med og godur flokkur fra Sønderborg tar sem eg kannast vid nokkra sem gætu a godum degi blandad ser medal fremstu. Byrja daginn a ad mala svolitid i nyja klubbhusinu sem hjolaklubburinn var ad kaupa og vid erum ad gera i stand. Heyrumst, Villi.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 05:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.