Leita í fréttum mbl.is

Spilaði í stuttbuxum!

Stuttbuxur

Í gærkvöldi fór Sigurgeir Orri (40) í innanhússfótbolta og spilaði í stuttbuxum. „Yfirleitt hef ég spilaði í síðum íþróttabuxum, svörtum frá Nike, en í þetta skiptið gerði ég breytingu. Það hafði ekki áhrif á leikinn, þvert á það sem ég hafði vonað,“ sagði Sigurgeir Orri í stuttu samtali við blaðið. „Það gekk að vísu vel að sóla, en ég tel það vera vegna þess hversu andstæðingarnir voru slappir en ekki sú staðreynd að ég var í stuttbuxum.“ En er algengt að leikmenn í knattspyrnu spili í stuttbuxum? „Já, það er nú eiginlega regla fremur en undantekning,“ sagði Sigurgeir Orri. „Ég man ekki hvers vegna ég fór að leika í síðbuxum, það hlýtur að hafa verið þegar ég var að spila úti í kulda, svo vandist ég á það. Ef kalt er í veðri er gott að vera í síðbuxum til að halda vöðvum heitum. Það minnkar líkur á tognun. Þess má til gamans geta að stuttbuxurnar fékk ég frá Matta vini mínum í fertugsafmælisgjöf.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband