19.9.2007 | 09:31
Spilaði í stuttbuxum!
Í gærkvöldi fór Sigurgeir Orri (40) í innanhússfótbolta og spilaði í stuttbuxum. Yfirleitt hef ég spilaði í síðum íþróttabuxum, svörtum frá Nike, en í þetta skiptið gerði ég breytingu. Það hafði ekki áhrif á leikinn, þvert á það sem ég hafði vonað, sagði Sigurgeir Orri í stuttu samtali við blaðið. Það gekk að vísu vel að sóla, en ég tel það vera vegna þess hversu andstæðingarnir voru slappir en ekki sú staðreynd að ég var í stuttbuxum. En er algengt að leikmenn í knattspyrnu spili í stuttbuxum? Já, það er nú eiginlega regla fremur en undantekning, sagði Sigurgeir Orri. Ég man ekki hvers vegna ég fór að leika í síðbuxum, það hlýtur að hafa verið þegar ég var að spila úti í kulda, svo vandist ég á það. Ef kalt er í veðri er gott að vera í síðbuxum til að halda vöðvum heitum. Það minnkar líkur á tognun. Þess má til gamans geta að stuttbuxurnar fékk ég frá Matta vini mínum í fertugsafmælisgjöf.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.