17.8.2007 | 07:50
Er krónan líkið í lestinni?
Margir vilja meina að íslenska krónan sé efnahag landsins til trafala, aðrir segja að innlendur gjaldmiðill endurspegli best efnahagsástand landsins. Ef á Íslandi væru til dæmis notaðar evrur væru engin tengsl milli gengis evrunnar og ástands efnahagsmála. Það gæti leitt til atvinnuleysis eða annarrar óáran. Krónan á hinn bóginn fælir erlend fyrirtæki frá landinu og gerir þeim sem fyrir eru erfiðara fyrir, einkum þeim sem stunda viðskipti í erlendum gjaldmiðlum. Krónan er einnig ástæðan fyrir háum vöxtum, með evru byðust án efa hagstæðari lán og áhættuminni.
Um þessi mál verður haldin ráðstefna á vegum RSE í næstu viku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.