17.8.2007 | 07:37
Loka börunum líka
Það er hægt að kaupa bjór í stykkjatali á börunum og kaffihúsunum í kringum ríkisbúðina og drekka td. á Austurvelli. Lokun vínbúðarinnar myndi ekki leysa neinn vanda, rónarnir héldu til í miðbænum löngu áður en ríkið opnaði þar áfengisverslun.
Það er ekki raunhæft að loka áfengisversluninni í miðbænum fyrr en búið verður að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, þá má búðin fara norður og niður. Boð og bönn eru ekki affarasæl. Kerfi þar sem hverjum og einum er treyst fyrir sjálfum sér eru heppilegust. Ríkið á ekki að standa í verslunarrekstri, það er ömurleg tímaskekkja.
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ástæða þess að rónarnir hanga í miðbænum er að þar er auðveldast að betla, þar eru líka bekkir til að sitja á. Kannski væri ráð að fjarlægja alla bekki úr miðbænum, og fæla fólkið í burtu svo rónarnir geti ekki betlað af því.
Benedikt Halldórsson, 17.8.2007 kl. 23:44
Skarplega athugað. Þeir sem um þessi mál fjalla virðast ekki gera sér grein fyrir að þar sem þúsundir manna koma saman er alltaf hætta á árekstrum. Miðbærinn er aukaatriði í því sambandi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.8.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.